Þær eru ekki búnar en ég er að springa, mig langar að segja eithvað. Svo ég hef ákveðið að öskra út í myrkur alnetsins. 66% af 66% gera 41% af 100. Hvað eru margir íslendingar á kjörskrá 180 þúsund en þá hefur kallinn 75 þúsund mans á bak við sig ( fékk hann ekki 33000 þúsund undirskriftir um að undirrita ekki(ekki eru þeir honum andsnúnir). Skrítin tilhugsun
Hingað til hefur nú ekki tíðkast að kjósa gegn sitjandi forseta, hingað til hefur einhugur gætt um embættið loks þegar forsetinn hefur náð "völdum" hver svo sem þau eru önnur en að halda partí á kostnað skattgreiðenda og fljúga í svipuð partí erlendis. Milljarður í PR bara hjá forsetanum svo kemur allt hitt PR-ið hjá ráðherrum og ráðuneytum, væri ekki hægt að kötta eitthvað af þessu niður.
En þetta þýðir minn kæri Ólafur að þú er með langt innan við helming landsmanna með þér. (auðvitað er hægt að segja hið sama um núgildandi ríkisstjórn hún er að vísu með um 82 þúsund á bak við sig en það er minnihluti eingu að síður, en sá munur er hinsvegar á að tæplega 90% landsmanna kusu. Það þýðir í raun að ríkissjórnin er með um 46% fylgi en óli er með um 41%
En hvað segja þessi úrslit okkur. Þegar litið er til þeirra sem voru í framboði (tveir jólasveinar og einn grís) og þá venju sem skapast hefur hér á landi að kjósa ekki gegn sitjandi forset, þá getur ekki nokkur maður haldið því fram að dræm þáttaka og 24% auð atkvæði séu ekki skilaboð (kom on það voru þrír sem átti að merkja við og það þarf enginn að segja mér að menn hafi verið í vandræðum með að velja). Það er eitt þegar úrslit liggja fyrir og fólk nennir ekki þess vegna(vigga 88)kjörsókn rúmlega 70%. Það er annað þegar kosið er á milli sæmilegra kosta (grísinn 96)fékk þá 41% af gildum atkvæðum(ég sé eftir mínu). En að túlka þetta sem stórsigur og óumdeilanlegt umboð til að hefja hér nýjar áherslur í starfi tel ég vera stórvarasamt. Hann fékk 88% síðast og það mátti túlka á þann veg að hann væri í náðinni hjá landanum því kjörsókn var meiri og auð og ógild innan við 5%. En getur hann haldið því fram núna að það gusti ekki um hann?
"Sjálfstæðismenn og mogginn voru vondir við mig" Ég man nú ekki betur en að DV hafi verið einna verstir við þig væni minn. Það að ætla sjálfstæðismönnum einum óánægju er alger óhæfa og jafn forheimskt viðhorf og að halda því fram að blaðamenn séu að skrifa fyrir Baug eða að alþingismenn hafi ekki heill almennings að leiðarljósi þegar þeir eru í vinnu sinni(þeir vita bara ekki betur).
Kárahnjúkar, já ég skil það. ESB mögulega. EES jú kanski. NATO alveg örugglega. En fjölmiðlafrumvarp, sem miðar að því að takmarka getu peningamanna í þessu þjóðfélagi til að hafa þau áhrif sem forsetinn ásakar sjálfstæðismenn og moggann um að hafa, er alger fásinna. Ef morgunblaðið nær því að "breyta" hugsun 25% atkvæðisbærra manna þá getum við rétt gert okkur í hugalund hvað fjölmiðlarisi eins og Norðurljós gæti gert.
Ef við getum ekki treyst alþingismönnum fyrir svo litlu máli, eins og þetta frumvarp er, þá getum við allt eins lagt Alþingi niður og hafið hér algert lýðræði. Kjósum á hverjum degi um mál sem lögð eru fyrir af hverjum sem er um hvað sem er. Nei! Ég, og löggjafinn treystum ekki almenningi fyrir því að kasta af sér vatni á siðaðan hátt hvað þá annað, hvernig í ósköpunum getum við treysta honum fyrir því að velja um annað en grænt, blátt, ljósblátt, gult eða rautt.
Ég fyrir mitt leiti segi nei herra forseti, og þar sem ég veit að þú mátt ekki fara aftur út í pólitík þá er það mín eina huggun þegar þessum 12 árum lýkur hjá þér.
sunnudagur, júní 27, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli