Það er eins og menn detti svolítið úr tengslum við heilahvel sín þegar þeir tala á opinberum vetfangi. Hverjum dettur í hug að kalla 25% þáttöku í kosningum. Að 25% kosningabærra mann mæti á staðinn til að gera hana gilda. Ég get ekki einu sinni gert skoðanakönnun í mínum skóla með undir 75% þáttöku án þess að hún sé talin ómarktæk. Hvernig dettur mönnum í hug að 25% þáttaka eigi að vera bindandi. Argh þessar hórur. Ég segi og skrifa hórur. Inga segir að það megi ekki bera saman (nei) það orki tvímælis að bera saman kosningu borgarinnar og svo kosningu alþingis. Er ekki sama lýðræði sem gildir á báðum stöðum eða skipti þetta kosningaflopp á sínum tíma í raun og veru engu máli. Hinn auðmjúki ég tel að ef við setjum mörkin svo neðarlega þá endum við uppi eins og bandaríkjamenn. Fólk hættir að mæta á kjörstað vegna þess að það hefur ekki trú á því að atkvæðið þeirra skipti máli. Þetta er ekki svo nogið. Það er lágmark að einfaldur meirihluti mæti á kjörstað. Að öðrum kosti eru kosningarnar ógildar og skulu fara fram aftur.
Er það virkilega svo að fólkið í þessu landi tekur mark á stríðsyfirlýsingum og frammíköllum frekar en málefnalegum umræðum. Ég er fyllilega á því að forsetinn eigi að hafa málskotsrétt, jafnvel að 30% atkvæðisbærra manna dugi til að kalla fram þjóðaratkvæða greiðslu. En snúum dæminu aðeins við. Ef sjálfstæðisflokkurinn væri í stjórnarandstöðu með sitt 30 til 40% fylgi. Er þá ekki kominn möguleiki á því að misnota aðstöðuna aðeins. Er ekki betra að henda Óla út og setja inn ópólitískan forseta. Ég mundi allavega frekar treysta á að sá aðili notaði björgunarbátinn fram yfir tundurspillir.
sunnudagur, júní 06, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli