Vegna fjölda kvartana um að kvartanir mínar séu ekki nógu innihaldríkar, heldur frekar nöldur og kvein út í loftið, hef ég ákveðið að ræða málefni sem er mér mjög hjartfólgið
Áður en ég kem að efninu langar mig að spyrja einnar spurningar. Hvað er það í fari annara inn á þínu heimili sem þú vildir helst laga? Er það að óhreinatauið er alltaf skilið eftir út um allt. Er það að tankremstúpan er alltaf loklaus og stífluð. Er það kanski það að það er aldrei náð í nýjan klósetpappír þegar rúllan er búin. Flest þekkjum við þessa galla í fari annara og vitum jafnvel af þeim hjá okkur sjálfum. Það fer í taugarnar á okkur að geta ekki lagað þetta en þessi vandamál komast ekki með tærnar þar sem mitt vandmál hefur hælana og þau sínast lítilfjörleg þegar litið er á heildarafleiðingar þess.
Hver hefur ekki lent í þeirri aðstöðu að þurfa að laga stöðu klósettsetu, hvort sem það er heima hjá sér eða annarstaðar. Riflildi og ófriður á einkaheimilum hafa oft skapast vegna lítilla vandamála og hefur þetta löngum þótt veigamikið hitamál. Þetta er vandamál sem nánast allir kannast við. Ég ætla hér með að gefa þér lausn á þessu hvimleiða vandamáli sem hrjáir hálfa heimsbyggðina. Hinn helmingurinn hefur meiri áhyggjur af því hvar þeir eiga að kúka og því er þetta vandmál sem hrjáir okkur hin þeim algerlega óskylt. En hver er raunveruleg ástæða fyrir því að við skiljum klósetsetuna eftir í láréttri stöðu?
Við þurfum að fara allt aftur á síðustu öld til að komast að því. Þegar byggðir fóru stækkandi og mannfólkinu fjölgaði fóru menn að þurfa meira og meira að gera þarfir sínar. Hugkvæmdist mönnum að notast við frumstæð tæki í byrjun sem litu út eins og bollar dagsins í dag og gengu undir nafninu koppar. Ekki verðu þó öllum ljóst til hvers þeir voru notaðir því þeir dóu út hér á íslandi rétt fyrir lok síðustu aldar. Í stað þessara frumstæðu tóla var sett upp sér herbergi í húsinu sem gekk undir nafninu snyrting til að byrja með, við þekkjum herbergið undir nafninu klóset eða klóið. Þótti þetta mikil búbót hvar sem því var komið fyrir. En það sem menn gat ómögulega órað fyrir og jafnframt skyggði svolítið á þessa byltingu sem klósetin voru var sú staðreynd að þessu klói fylgdu hvimleið vandamál. Aðeins var eitt klóset á heimilum sem höfðu áður haft allt upp í átta koppa. Biðraðir mynduðust á morgnanna og jafnvel kom til hárreitninga. En það vandamál sem stendur þó upp úr kom ekki í ljós fyrr en mörgum árum síðar. Til að lýsa vandamálinu sem best hef ég ákveðið að hleypa ykkur inn í mitt einkalíf og segja littla dæmisögu.
Þegar ég rankaði við mér einn og yfirgefin um morgun ekki alls fyrir löngu varð mér skyndilega ljóst að þörfin fyrir því að fara á klósettið var svo yfirþyrmandi að þörfin fyrir meiri svefn lét undan. Ég stóð því með látum upp úr rúmminu mínu og arkaði þessa, er mér fanst alla vega, óralöngu leið. Þetta var í raun eins og maraþon nema hvað þessi maraþon keppni var erfiðari. Hugsið ykkur að labba heilt maraþon með blöðruna fulla og sársaukamörkin farin að jafnast á við að eiga barn. Sú hugsun flýgur um að þetta verði að teljast jaðarsport. Þegar á endastöðina er komið og ég nátturulega í algerum spreng. Hugsandi um Gullfoss og Þingvallavatn til skiptis er mér litið á setuna og ég hljóða. En og aftur þarf ég að eyða dýrmætum tíma í að beygja mig niður ná taki á frekar þunnri setu sem ekki er allt of vel þrifin og ekki er gott að ná taki á, svona snemma morguns, þegar það er aðeins spurning um hvenær stórslysin verða. Mér líður eins og Keanu í Speed, ef ég fer of hægt þá spring ég ef ég fer of hratt þá gæti ég misst setuna niður aftur og það þýðir líka sprenging. Þetta er tap-tap aðstaða þar sem örlítil mistök geta gert klósetferðir mínar að martröð. Allt verður að ganga fullkomlega upp. Og hingað til hefur allt gengið að óskum, ég næ takmarki mínu þ.e. að losa um blöðruna.
Hvað kennir þessi litla dæmisaga okkur. Nú hún kennir okkur það að þó að við höggvum niður tré og byggjum okkur hús úr timbri þá þýðir það ekki að við búum í skógi!? Það sér það hver heilvita maður að ekki er hægt að búa við þessar aðstæður til langs tíma. Þessar lífshættulegu aðstæður skapa bæði tímabundna slysahættu sem og aukna hættu á hjartaáfalli sökum spennu sem þessum aðstæðum fylgir. Aukin streitu þegar til lengri tíma er litið er einnig veigamikill þáttur því við gætum staðið fyrir sálrænu vandamáli með að þora að fara á klósetið.
Þrír af hverjum fjórum baksérfræðingum mæla gegn því að lifta upp setunni áður en pissað er. Svona gæti næsta auglýsing frá landlæknisembætinu hljóðað. En vandamálið er bara það að þetta er ekki mál sem er á forgangslista hjá landlækni. Allur þungi sem lift er sjöfaldast sem álag á aftanvert bak þetta eru staðreyndir ekki fullyrðingar af minni hálfu. Þetta gæti því þýtt að þó að setan sé ekki nema um kíló þá erum við í raun að lifta sjö kílóum með bakinu og við íslendingar höfum lengi vel trossað að læra rétta líkamsbeitingu við liftingar sem þýðir að við þurfum að breyta aðeins klósetvenjum okkar til að sporna gegn bakverkjum og öðrum fylgifiskum rangrar líkamsbeitingar.
Sá sem situr við þarfir sínar á klósettinu þarf ekki annað en að ýta aðeins við setunni þegar hann kemur að klósetinu ef mín leið verðu farin. En hún hljómar eithvað á þá leið að þegar viðkomandi aðili sem hefur setið á klósetinu í einhvern tíma og hefur klárað sitt tafl ætlar að standa upp þá stendur hann beint upp af klósetinu með aðra höndina í réttri stellingu miðað við stöðu klósettsins. Með vísifingri og löngutöng tekur viðkomandi lauflétt í setuna, þegar hann er á leiðinni í upprétta stöðu. Átakið sem myndast er óverulegt þar sem beint bak og beint upp stig er notað. Þetta er lausn sem allir geta sæst á.
Það er endalaust hægt að koma með rök með og á móti ákveðnum skoðunum, aðgerðum og málefnum. Hægt er að tyggja ofan í fólk að það eigi að gera þetta en ekki hitt en það gengur misvel upp því það er eins með skoðanir og endaþarmar, allir hafa þær. En bara vegna þess að allir hafa endaþarma þá þýðir það ekki að allir kunni að skíta. Á sama hátt er það ekki sjálfsagt að þó að þið hafið alltaf gert hlutina svona hingað til þá þurfi alltaf að gera hlutina svona. Ég vill gera heiminn að betri heim þar sem fólk þarf ekki að standa í stappi yfir þessu vandamáli. Hjálpið mér að hjálpa heiminum.
Hver er svo niðurstaða sem við komumst að? Við sjáum það eins vel og við viljum að setja setuna í upprétta stöðu er betra fyrir bak, sparar tíma og dregur úr álagi. Þegar þið hugsið um klóset í framtíðinni hugsið til mín og skiljið klósettsetuna eftir í uppréttri stöðu.
sunnudagur, nóvember 17, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli