miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Carpe Diem
Af virðingu fyrir mér eldri, reyndari og umfram allt mönnum á grafarbakka, hef ég ákveðið að líta fram hjá þeim gífuryrðum sem um mig eru ort. En mér er spurn hvort hér sé ekki um að ræða öfund yfir ærslafullu kæruleysi ungviðsins sem trúir en að ekkert sé því ómögulegt. Þeir sem stokkið hafa í gegnum lífið fullir eftirsjá og iðrunar yfir gjörðum, orðum og atburðum sem voru, eru og aldrei verða. Af ótta við eigin veikleika og varnarleysi þá ráðast þeir á þá er þeim virðast vera óæðri, ólærðir, óhæfir og ofnærðir. Ég er það óþroskaður að ég get ekki annað en gripið gæsina, tekið því er um mig er sagt með illum látum og svarað þeim ásökunum er mér eru bornar á hendur. Ég gríp daginn. Ég nýti mér þann rétt að nöldra í hljóði

Engin ummæli: