Smá vangaveltur fyrir þá sem ekki eru að velta því fyrir sér
Væru bandaríkjamenn tilbúnir að hleypa Sameinuðu þjóðunum inn í sín innstu leyndarmál? Þær stöðvar sem þó nokkur vitneskja er um að gerðar eru prófanir sem ekki samræmast alþjóðlegum sáttmálu. Væru Bandaríkjamenn tilbúnir að hleypa fulltrúum Sadam Hussein inn í rannsóknarstofur sínar til að leyfa þeim að ganga úr skugga um að allt væri nú eftir undirskrifuðum sáttmálum? Hvers vegna hefur ekki verið varpað þessari spurningu fram á alþjóðavetfangi? Vitað er að Pakistan, N-Kórea, Indland mörg fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna og núverandi sambandslýðveldi hafa prófað, eiga og geta notað kjarnorkuvopn. Snýst þetta yfir höfuð um kjarnorkuvopn? Snýst allt þetta kannski um það að birgðir bandaríkjanna af eldsneyti renna út innan tuttugu ára og þeir eru ekki í allt of góðum málum með samninga hjá OPEC ríkjunum? Eða snýst þetta um það að halda starfi sínu í önnur fjögur ár? Hefur mannvera raunverulega stigið fæti á tunglið? (nei bara svona að velta því fyrir mér)
þriðjudagur, nóvember 12, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli