Niðurgangur
Við búum í þjóðfélagi sem tilbiður peninga, tilbúna ímynd og völd. Við erum mótuð af af lögum sem búin eru til af þingmönnum sem eitt sinn trúðu á ástir, frið og frelsi til að tjá skoðanir sínar. Sömu menn og stóðu að mótmælum gegn hernum eru nú að gera samninga um lengingu viðveru hans hér á landi. Ættarnöfn, menntamenn og virðulegar fjölskyldur sem ráða þessu landi og hafa gert í þúsund ár eru ekki á leiðinni að dreyfa valdinu til mín eða þín. Byltingin sem átti að eiga sér stað að innan hefur leitt af sér, formann eins misheppnaða sameiningarflokk landsins. Forseti landsins sem gekk keflavíkurgönguna er núna að sjúga spenan ríkisins og um leið erlenda auðkífingsdóttur sem metin er á nokkra milljarða. Forsetisráðherra, sem setti allt á annan endan þegar hann var að mótmæla kjörum námsmanna erlendis, er nú að hefna sín svo herfilega að annað eins hefur ekki sést síðan Stalín ákvað að auðmenn skildu sendir til Síberíu. Hvernig stendur á því að við þurfum að nánast lepja dauðan úr skel til að fá námsLÁN. Lán fyrir námsmann eins og nafnið gefur til kinna er eins vont að verða sér út um og herpes hjá henni maríu mey. Hvernig stendur á því að þeir menn sem mótmæltu, stóðu upp og settu fótinn fyrir dyr ranglætis og yfirgangs eru nú farnir að selja sálu sína fyrir aðeins meira rafmagn, ál og aðeins færri ríkisrekin kompaní, þetta er mér ofar öllum skilningi, og ég vona að komi til þess að ég selji sál mína að það verði þá fyrir aðeins göfugri málstað, í það versta að ég fái nú væna sneið af kökunni
sunnudagur, nóvember 10, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli