Smoke away
Ó þið sjálfhverfu vesælu sálir sem nærist á nöglum líkkistna ykkar. Ó þið aumu menn sem standið í andir helvítis og kallið á sjálfseyðingu sálar ykkar. Hvað þarf líkami ykkar að þjást lengi áður en þið sjáið villu ykkar vegar. Hversu mörg göt þarf háls ykkar að fá áður en þið takið því hinti sem móðir náttúra er að reyna að gefa ykkur. Ég nenni ekki að rökræða út í eitt um þessa vitleysu en mér þætti vænt um að menn hugsuðu sig nú aðeins um áður en þeir hoppuðu á næsta pakka og hreinlega sjúgi hann ofan í sig með tilheyrandi heilsu auka og lungnaþembu.
sunnudagur, nóvember 10, 2002
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli