miðvikudagur, nóvember 20, 2002

Fari það í svartan sjó
Þunglyndi
En ég nenni ekki að ræða það. Það sem ég nenni aftur á móti að ræða er ÞETTA og hvernig í ósköpunum land sem gert hefur meiri skaða nokkuð annað land getur haldið því fram að einn maður ógni heiminum. Hér er um að ræða valdsjúkan einstakling, hugsanlega geðklofa og í versta falli geðveikur. En hann vill halda völdum ekki deyja, það hefur allavega ekki reynt á það ennþá. En "Okkur stendur ógn af hryðjuverkastarfsemi sem þrífst í mislukkuðum ríkjum. Hún er til staðar í borgum okkar" að segja þetta er algerlega ótrúlegt af manni sem stjórnar einu mesta hernaðarveldi sögunnar. Það er alveg eins og menn séu að setja saman ræður í einhverjum scrable leik. Þegar maðurinn er svo spurður að einhverju eða þarf yfir höfuð að blaðra þá kemur þetta líka meiriháttar krapp út úr honum. En lítum á björtuhliðarnar. Ef að maður sem er svona (ég segi ekki heimskur) málhaltur, svona gersamlega laus við allar tengingar frá heila (að því gefnu að það sé heili í honum en ekki einhver tölvukubbur, því stundum hljómar hann eins og Stephen Hawkins) í útlimi og tjáningar tól hins venjulega mans (munn, andlitshreyfingar, handafettur og almenn líkamsbeiting). Það eru til óteljandi svona síður. Flestar eru þær á ensku, gerðar af bandaríkjamönnum. Það er ótrúlegt að land sem heldur uppi líðræðis talinu, skuli ekki hafa forseta sem ekki fékk meirihlutafylgi í forsetakosningunum. Kosningar sem voru nóta bene ólöglegar vegna þess að það náðist ekki 50 % kjörsókn. Sem sagt innan við 25% bandaríkjamanna (sem eru á kjörskrá) kusu hann. Það er endalaust hægt að bulla um þetta land og ég held ég geri það þegar ég er búinn að læra þjóðhagfræði ögn betur.

sunnudagur, nóvember 17, 2002

Vegna fjölda kvartana um að kvartanir mínar séu ekki nógu innihaldríkar, heldur frekar nöldur og kvein út í loftið, hef ég ákveðið að ræða málefni sem er mér mjög hjartfólgið
Áður en ég kem að efninu langar mig að spyrja einnar spurningar. Hvað er það í fari annara inn á þínu heimili sem þú vildir helst laga? Er það að óhreinatauið er alltaf skilið eftir út um allt. Er það að tankremstúpan er alltaf loklaus og stífluð. Er það kanski það að það er aldrei náð í nýjan klósetpappír þegar rúllan er búin. Flest þekkjum við þessa galla í fari annara og vitum jafnvel af þeim hjá okkur sjálfum. Það fer í taugarnar á okkur að geta ekki lagað þetta en þessi vandamál komast ekki með tærnar þar sem mitt vandmál hefur hælana og þau sínast lítilfjörleg þegar litið er á heildarafleiðingar þess.
Hver hefur ekki lent í þeirri aðstöðu að þurfa að laga stöðu klósettsetu, hvort sem það er heima hjá sér eða annarstaðar. Riflildi og ófriður á einkaheimilum hafa oft skapast vegna lítilla vandamála og hefur þetta löngum þótt veigamikið hitamál. Þetta er vandamál sem nánast allir kannast við. Ég ætla hér með að gefa þér lausn á þessu hvimleiða vandamáli sem hrjáir hálfa heimsbyggðina. Hinn helmingurinn hefur meiri áhyggjur af því hvar þeir eiga að kúka og því er þetta vandmál sem hrjáir okkur hin þeim algerlega óskylt. En hver er raunveruleg ástæða fyrir því að við skiljum klósetsetuna eftir í láréttri stöðu?

Við þurfum að fara allt aftur á síðustu öld til að komast að því. Þegar byggðir fóru stækkandi og mannfólkinu fjölgaði fóru menn að þurfa meira og meira að gera þarfir sínar. Hugkvæmdist mönnum að notast við frumstæð tæki í byrjun sem litu út eins og bollar dagsins í dag og gengu undir nafninu koppar. Ekki verðu þó öllum ljóst til hvers þeir voru notaðir því þeir dóu út hér á íslandi rétt fyrir lok síðustu aldar. Í stað þessara frumstæðu tóla var sett upp sér herbergi í húsinu sem gekk undir nafninu snyrting til að byrja með, við þekkjum herbergið undir nafninu klóset eða klóið. Þótti þetta mikil búbót hvar sem því var komið fyrir. En það sem menn gat ómögulega órað fyrir og jafnframt skyggði svolítið á þessa byltingu sem klósetin voru var sú staðreynd að þessu klói fylgdu hvimleið vandamál. Aðeins var eitt klóset á heimilum sem höfðu áður haft allt upp í átta koppa. Biðraðir mynduðust á morgnanna og jafnvel kom til hárreitninga. En það vandamál sem stendur þó upp úr kom ekki í ljós fyrr en mörgum árum síðar. Til að lýsa vandamálinu sem best hef ég ákveðið að hleypa ykkur inn í mitt einkalíf og segja littla dæmisögu.
Þegar ég rankaði við mér einn og yfirgefin um morgun ekki alls fyrir löngu varð mér skyndilega ljóst að þörfin fyrir því að fara á klósettið var svo yfirþyrmandi að þörfin fyrir meiri svefn lét undan. Ég stóð því með látum upp úr rúmminu mínu og arkaði þessa, er mér fanst alla vega, óralöngu leið. Þetta var í raun eins og maraþon nema hvað þessi maraþon keppni var erfiðari. Hugsið ykkur að labba heilt maraþon með blöðruna fulla og sársaukamörkin farin að jafnast á við að eiga barn. Sú hugsun flýgur um að þetta verði að teljast jaðarsport. Þegar á endastöðina er komið og ég nátturulega í algerum spreng. Hugsandi um Gullfoss og Þingvallavatn til skiptis er mér litið á setuna og ég hljóða. En og aftur þarf ég að eyða dýrmætum tíma í að beygja mig niður ná taki á frekar þunnri setu sem ekki er allt of vel þrifin og ekki er gott að ná taki á, svona snemma morguns, þegar það er aðeins spurning um hvenær stórslysin verða. Mér líður eins og Keanu í Speed, ef ég fer of hægt þá spring ég ef ég fer of hratt þá gæti ég misst setuna niður aftur og það þýðir líka sprenging. Þetta er tap-tap aðstaða þar sem örlítil mistök geta gert klósetferðir mínar að martröð. Allt verður að ganga fullkomlega upp. Og hingað til hefur allt gengið að óskum, ég næ takmarki mínu þ.e. að losa um blöðruna.
Hvað kennir þessi litla dæmisaga okkur. Nú hún kennir okkur það að þó að við höggvum niður tré og byggjum okkur hús úr timbri þá þýðir það ekki að við búum í skógi!? Það sér það hver heilvita maður að ekki er hægt að búa við þessar aðstæður til langs tíma. Þessar lífshættulegu aðstæður skapa bæði tímabundna slysahættu sem og aukna hættu á hjartaáfalli sökum spennu sem þessum aðstæðum fylgir. Aukin streitu þegar til lengri tíma er litið er einnig veigamikill þáttur því við gætum staðið fyrir sálrænu vandamáli með að þora að fara á klósetið.
Þrír af hverjum fjórum baksérfræðingum mæla gegn því að lifta upp setunni áður en pissað er. Svona gæti næsta auglýsing frá landlæknisembætinu hljóðað. En vandamálið er bara það að þetta er ekki mál sem er á forgangslista hjá landlækni. Allur þungi sem lift er sjöfaldast sem álag á aftanvert bak þetta eru staðreyndir ekki fullyrðingar af minni hálfu. Þetta gæti því þýtt að þó að setan sé ekki nema um kíló þá erum við í raun að lifta sjö kílóum með bakinu og við íslendingar höfum lengi vel trossað að læra rétta líkamsbeitingu við liftingar sem þýðir að við þurfum að breyta aðeins klósetvenjum okkar til að sporna gegn bakverkjum og öðrum fylgifiskum rangrar líkamsbeitingar.
Sá sem situr við þarfir sínar á klósettinu þarf ekki annað en að ýta aðeins við setunni þegar hann kemur að klósetinu ef mín leið verðu farin. En hún hljómar eithvað á þá leið að þegar viðkomandi aðili sem hefur setið á klósetinu í einhvern tíma og hefur klárað sitt tafl ætlar að standa upp þá stendur hann beint upp af klósetinu með aðra höndina í réttri stellingu miðað við stöðu klósettsins. Með vísifingri og löngutöng tekur viðkomandi lauflétt í setuna, þegar hann er á leiðinni í upprétta stöðu. Átakið sem myndast er óverulegt þar sem beint bak og beint upp stig er notað. Þetta er lausn sem allir geta sæst á.

Það er endalaust hægt að koma með rök með og á móti ákveðnum skoðunum, aðgerðum og málefnum. Hægt er að tyggja ofan í fólk að það eigi að gera þetta en ekki hitt en það gengur misvel upp því það er eins með skoðanir og endaþarmar, allir hafa þær. En bara vegna þess að allir hafa endaþarma þá þýðir það ekki að allir kunni að skíta. Á sama hátt er það ekki sjálfsagt að þó að þið hafið alltaf gert hlutina svona hingað til þá þurfi alltaf að gera hlutina svona. Ég vill gera heiminn að betri heim þar sem fólk þarf ekki að standa í stappi yfir þessu vandamáli. Hjálpið mér að hjálpa heiminum.
Hver er svo niðurstaða sem við komumst að? Við sjáum það eins vel og við viljum að setja setuna í upprétta stöðu er betra fyrir bak, sparar tíma og dregur úr álagi. Þegar þið hugsið um klóset í framtíðinni hugsið til mín og skiljið klósettsetuna eftir í uppréttri stöðu.

Rafrænar kosningar
Ekki alls fyrir löngu var svo komið hjá mér að ég var orðinn leiður á því að horfa á sjónvarpið enda var það í lit, við vitum jú að sjónvarp í lit er alger fásinna og peningabruðl, og tók mér því bók í hönd. Þar var greint frá því þegar nokkrir forkólfar íslensk mannlífs riðu til þings og upphöfðu mótmæli gegn áformum ríkisvaldsins um að innleiða síma hér á landi. Þessu forkólfum, sem voru þjóðþekktir einstaklingar með reynslu, þekkingu og ættarnöfn úr öllum stigum þjóðfélagsins fannst það hin argasta vitleysa að eyða peningum sínum í aðra eins bólu og síma, bólu sem myndi springa eftir tvö til þrjú ár. Hér á Íslandi var nefnanlega alveg óþarfi að setja upp slík tól þar sem pósturinn var fljótur í förum. Hvað er jú einfaldara en að merkja með blýanti inn á blað?
Hvaða þröngsýni er þarna að verkum? Hér var ekki um þröngsýni að ræða. Hér var um að ræða einstaklinga sem sáu svo langt fram á veg að þeim stóð ógn af. Ógnin sem fólst í því að aukin framlegð og bætt samskipti yrðu á kostnað þeirrar sveita sælu sem þeir bjuggu við. Sú hagræðing sem þar skapast rann hugsanlega í vasa annarra en þeirra kónga sem stjórnuðu auði landsins. Það sama verður sagt um þá framsýnu menn er þaggað hafa niður í nýsköpun á sviði kosninga hér á landi. Þeir sjá aðeins einn hlut. Ógild atkvæði, hvað þýðir það ef fólk færi allt í einu að kjósa annað hvort okkur eða hina. Þrjú til Fimm prósent atkvæða í kosningum hér á landi eru ógild, 60 % þeirra falla jú í annan farveg en æskilegt gæti talist. Þrjú til Fimm prósent sem bætist ofan á sveitalúðana, rauðsokkurnar og alla þá komma sem eftir lifa í þessu þjóðfélagi. Guð forði okkur frá þessu. Ég legg máli mínu til stuðnings úrslit rafrænna kosninga hjá einmitt sjálfstæðisflokknum á seltjarnarnesi.
Pétur Kjartansson formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi sagði það mikilvægt að byrja með rafrænar kosningar í sveitarstjórnar-kosningum, þar sem öryggið væri meira í en í kosningum með hefðbundnum hætti og auk þess sé mikið í húfi hjá íslenskum hugbúnaðarfyrirtækjum. Í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi kusu 1.622 manns, þar af 1.085 rafrænt. Pétur segir að hjá þeim sem kusu rafrænt hafi enginn seðill verið ógildur en 55 af 537 hjá þeim sem kusu handvirkt. En fremur segir hann að þessi kosning á Seltjarnarnesi hafi gengið betur fyrir sig en áður og almenn ánægja hafi verið með rafrænar kosningar varðandi Reykjavíkurflugvöll og kosningu í miðstjórn Alþýðusambandsins.

Og hvað leggja menn til? Að leggja niður áform um innleiðingu kosningar-hugbúnaðar. Þetta eru menn sem hafa jafn mikið vit á tölvum og formenn stjórnmálaflokka hafa á því að hemja skap sitt. Þessir sömu menn kaupa sér matvæli, stunda bankaviðskipti, panta sér flugmiða og kjósa um málefni og lög er varða okkur öll allt með hjálp tölvu. Í raun er sára lítið hægt að stunda viðskipti hér á landi án þess að tölva komi þar að máli. Hugsanlega dettur mönnum næst í huga að geyma peningana sína í kodda heima hjá sér vegna þess að reiknistofa bankanna varð þess valdandi, í þúsundasta skiptið, að ekki var hægt að taka út pening eða versla með kreditkorti síðast þegar farið var og verslað.
Hver eru rökin með rafrænum kosningum?
Rafrænar kosningar spara tíma.
Augljós staðreynd
Rafrænar kosningar eru öruggar.
(Öryggisstaðall sem notaður var við gerð þess hugbúnaðar er ég hef þekkingu á uppfyllti fyllilega öll skilyrði og meira til.)
Rafrænar kosningar eru einfaldasti máti kosninga fyrir alla aðila.
(Eini munurinn fyrir kjósanda er að hann merkir við á skjá í stað bréfs. Stærsti munurinn fyrir þá er standa að kosningum er að þurfa ekki, þrátt fyrir að vera á fótum, að telja svo tímunum skiptir atkvæði.)
Það er hægt á einfaldan hátt að útbúa seðil sem gefur fólki kost á að skila auðu eða ógildu.
Útstrikun og breytingum á röð lista er mjög auðveld í framkvæmd.

Hver eru rökin gegn rafrænum kosningum?
Nauðsynlegt er að halda þjóðinni vakandi langt fram á nætur.
(Þó að venja sé í þjófélaginu fyrir því að skemmta sér þá þarf ekki að nota það sem ástæður þess að velja ekki rafrænar kosningar)
Við viljum eiga kost á því að gera ógilt.
(Það er ekki vandamál eins og áður hefur verið rætt.)
Nauðsynlegt er fyrir lýðræði þessa lands að hægt sé að semja eina vísu eða svo þegar í kjörklefann er komið.
(Þessi rök falla um sjálft sig því kosningar eru ekki vetvangur ljóðaskrifa eða níðyrða.)
Í Bandaríkjunum klikkuðu þær!
(Í Bandaríkjunum var ekki kosið rafrænt og þar var heldur ekki talið rafrænt nema að því leiti að það voru talningarvélar sem töldu kjörseðla ef að við getum talað um það sem rafrænt. Þær vélar sem voru notaðar í bandaríkjunum eru sumar hverjar hundrað ára gamlar og virka á svipaðan hátt eins og gatari. Kjörseðlar voru í efnislegu formi og átti að gata á ákveðnum stöðum sem margir kvörtuðu yfir að væru villandi staðsettir, alla vega í sumum ríkjum Bandaríkjanna. Það voru í raun kjörseðlarnir sem klikkuðu ekki vélarnar sem notaðar voru í kosningunum.)

Ég vill benda á að í kosningum sem framfóru núna í maí síðastliðin þá voru kærðar talningar á tveimur stöðum og í höfuðborg landsins klikkaði talningavél sem og að villa kom upp við talningu, þar er nefninlega gamla góða skilvirka kerfið í gangi.
Halldór Blöndal, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur ekki vera ástæðu til að samþykkja breytingartillögu á lögum um kosningar. Sagði hann í atkvæðagreiðslunni sem fram fór um umrædda beitingatillögu að hann hefði langa reynslu af því og að það hefði gefist vel að krossa með blýanti við þann lista sem menn vildu kjósa, en fremur sagði hann. "Ég hygg að aðalatriðið sé að atkvæðið komist til skila til þeirra sem viðkomandi vilja kjósa en ekki sé verið að flækja málin með því að elta tæknina í þessum efnum," Að því loknu fór Halldór fram á það að atkvæði um þingmál yrðu ekki greidd með rafrænu kerfi þingsins heldur með nafnakalli.
Svona leikaraskapur og barnalæti eru undarlega hjá upplýstum mönnum. Hver er munurinn á því að greiða með rafrænum hætti við Alþingi Íslendinga, þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar með slíkum hætti, og að greiða í kosningum til Alþingis eða sveitastjórna? Ég bara spyr.
Margar ástæður hafa verið nefndar fyrir því að innleiða og innleiða ekki nýjungar í tæknimálum en ástæður á móti hafa ekki snúist um rök heldur forneskjulegan vana viðkomandi aðila. Aðal ástæðan í dag virðist vera hræðsla ráðamanna landsins við þau atkvæði sem áður hafa verið ógild, og ef aðeins er um að ræða val á milli fárra flokka í fámennum sveitarfélögum þá sjá þeir að hvert atkvæði er farið að skipta máli. Þeir ráðamenn landsins er lúta flokki sjálfstæðis vita af því og hafa séð það í gegnum árin að þeir eru ekki með meirihluta hvort sem það er á landsvísu eða í Reykjavíkurborg en í Reykjavík hafa þeir þó náð meirihluta með minnihluta atkvæða.

Við getum ekki snúið baki við framþróun. Því ættum við ekki að vera í fararbroddi á þessu sviði eins og á öðrum? Því við þurfum ekki alltaf að fara á pósthúsið til að ná tali við nágrana okkar.

miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Carpe Diem
Af virðingu fyrir mér eldri, reyndari og umfram allt mönnum á grafarbakka, hef ég ákveðið að líta fram hjá þeim gífuryrðum sem um mig eru ort. En mér er spurn hvort hér sé ekki um að ræða öfund yfir ærslafullu kæruleysi ungviðsins sem trúir en að ekkert sé því ómögulegt. Þeir sem stokkið hafa í gegnum lífið fullir eftirsjá og iðrunar yfir gjörðum, orðum og atburðum sem voru, eru og aldrei verða. Af ótta við eigin veikleika og varnarleysi þá ráðast þeir á þá er þeim virðast vera óæðri, ólærðir, óhæfir og ofnærðir. Ég er það óþroskaður að ég get ekki annað en gripið gæsina, tekið því er um mig er sagt með illum látum og svarað þeim ásökunum er mér eru bornar á hendur. Ég gríp daginn. Ég nýti mér þann rétt að nöldra í hljóði

þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Smá vangaveltur fyrir þá sem ekki eru að velta því fyrir sér
Væru bandaríkjamenn tilbúnir að hleypa Sameinuðu þjóðunum inn í sín innstu leyndarmál? Þær stöðvar sem þó nokkur vitneskja er um að gerðar eru prófanir sem ekki samræmast alþjóðlegum sáttmálu. Væru Bandaríkjamenn tilbúnir að hleypa fulltrúum Sadam Hussein inn í rannsóknarstofur sínar til að leyfa þeim að ganga úr skugga um að allt væri nú eftir undirskrifuðum sáttmálum? Hvers vegna hefur ekki verið varpað þessari spurningu fram á alþjóðavetfangi? Vitað er að Pakistan, N-Kórea, Indland mörg fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna og núverandi sambandslýðveldi hafa prófað, eiga og geta notað kjarnorkuvopn. Snýst þetta yfir höfuð um kjarnorkuvopn? Snýst allt þetta kannski um það að birgðir bandaríkjanna af eldsneyti renna út innan tuttugu ára og þeir eru ekki í allt of góðum málum með samninga hjá OPEC ríkjunum? Eða snýst þetta um það að halda starfi sínu í önnur fjögur ár? Hefur mannvera raunverulega stigið fæti á tunglið? (nei bara svona að velta því fyrir mér)
Frábærlega æðislega stórkostlegt
Eftir stríð í Japan, átti sér stað skipulögð breyting á hugsunarhætti. Þjóðfélag sem lifir eftir fornum venjum, siðum og þjóðarstolti þurfti skyndilega á hjálp að halda. Búið var að leggja landið nánast í rúst og það þurfti gríðarlegt þjóarátak til að lyfta veldi samuræa aftur til vegs og virðinga. Eitt af því sem Japanir tóku upp á var óhófleg notkun lýsingarorða í þeim tilgangi að draga fram hvað hlutir, landið, fólkið og hugmyndir Japana væru nú góðar. Bjartsýni var nauðsinleg til að vel tækist til. Sem færir okkur að því sem mig langaði að tala um. En það er hugsunarháttur okkar íslendinga. Hér segja skoðanakannanir okkur að við séum hitt og þetta, þar á meðal ánægðasta, ríkasta, fallegasta og klárasta fólk í heimi(miðað við höfðatölu) samt sem áður er nöldur mér í blóð borin. Ekki bara mér heldur vel flestum íslendingum. Við gleðjumst yfir óförum annarra, öfundum velgengni og þolum ekki pólitíkusa. Bónusfeðgar eru nú svo ríkir að við skiljum það ekki. Bónus hefur staðið fyrir mestu kjarabótum sem við íslendingar höfum fengið frá því að við skriðum út úr kofum okkar og fórum að dýrka kapítalismann. Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei í sögu íslands hafi eitt fyrirtæki gert jafn mikið fyrir litla manninn. (reyndar er ég ekki mjög sagnfróður maður). Flest okkar sem yfir höfuð versluðum og verslum en í Bónus kunnum mjög vel við það fyrirtæki þangað til að allt í einu fer að heyrast nöldur frá birgjum um að einokunarstaða Bónus væri orðinn óþolandi. Að nú ættu þeir markaðinn og gætu gert það sem þeir vildu til að pína þá niður. Ég spyr nú bara: Og hvað með það? Þetta eru sömu birgjar og skelltu áhrifum gengislækkunar íslensku krónunnar út í þjóðfélagið um leið og hún átti sér stað núna fyrir skömmu, en hirtu allan gróðann af því þegar krónan var í sem mestum uppgangi. Þetta eru menn sem kennt hafa ríkinu um að hérna sé svo hátt vöruverð, og nöldrað yfir því hversu miklar álögur eru á einstaka vöruflokka. Sömu aðilar og mættu gengisfellingu krónunnar 79(eða þar um bil) með því að halda nánast óbreyttu verði. Gott dæmi um hvernig þessir birgjar hafa hnýtt skóinn að okkur sem kallast eigum alþýðan er þegar tekin var af skattur á bíóhúsum(hér tala ég um bíóhús sem birgja og það eru þau flest því þau eru í eigu þeirra sem flytja inn bíómyndir hér á landi). Skattur sem fyrirtækin höfðu kvartað yfir lengi og sagt að spornaði gegn því að íslendingar færu í bíó. Síðan hefur verð á bíómiða farið úr 500 krónum í 850 krónur, 94% hækkun( muna eftir að draga skattinn frá). Mér telst til að skatturinn hafi numið 14% áður en hann var afnuminn. Þetta var árið 1995. Miðað við þessa hækkun á verði þá ætti ég að vera að borga tæplega 160 krónur fyrir mjólkina, 194 krónur fyrir hálfan lítir af kók, 7566 krónur fyrir þriggja mánaða strætókort og svo mætti lengi telja. Til að mæta þessari hækkun. Ef við gefum okkur að allt hafi nú hækkað í þjófélaginu í samræmi við þessa hækkun þá þurfa grunnlaun 20 ára einstaklings að vera tæplega 145 þúsund krónur. Það er endalaust hægt að taka dæmi. Nú nýverið voru aðrir feðgar að kaupa Landsbankann fyrir nokkra milljarða. Hvað var það fyrsta sem fólki datt nú í hug? Svakalega gengur þeim nú vel? Nei. Gott framtak hjá þessum feðgum að ná að koma með fjármagn inn í landið? Nei. Kjaftasögur fóru í gang um að nú væri sjálfstæðisflokkurinn að verki en og aftur (Ég minni á það að það var að undirlægi sjálfstæðisflokksins sem fullkomlega stöndugt fyrirtæki Hafskip fór á hausinn, en sá er þar sat meðal annarra í fararbroddi er annar feðgana). Kjafta saga númer tvö var sú að núna var verið að leggja undir sig banka (sem greiða þurfti einhverja milljarða fyrir) í þeim tilgangi að ná sér í ómetanleg listaverk íslensku þjóðarinnar. Já raunveruleikinn er mun ótrúlegri en skáldverkin sem þegnar þjóðarinnar hafa upp hugsað. Það vildi ég óska að við gætum þá allavega risið upp og sagt eins og Japanir:"frábærlega æðislega stórkostlegir arðræningjar" og farið í verkfall yfir því hvað við höfum það nú skítt og aðrir hafi það betra en við. En frekar held ég að íslendingar láti skatta- og verðlagshækkanir yfir sig ganga en að sína samstöðu og viðurkenna hvernig á okkur er traðkað á degi hverju.
Ef þú hefur náð að lesa svona langt þá tek ég hattinn ofan fyrir þér. Einhver flokkur manna kvartaði yfir því að hér væri bara neikvæð umræða svo ég ákvað að fara virkilega að nöldra. Kveðja Valli

sunnudagur, nóvember 10, 2002

Niðurgangur
Við búum í þjóðfélagi sem tilbiður peninga, tilbúna ímynd og völd. Við erum mótuð af af lögum sem búin eru til af þingmönnum sem eitt sinn trúðu á ástir, frið og frelsi til að tjá skoðanir sínar. Sömu menn og stóðu að mótmælum gegn hernum eru nú að gera samninga um lengingu viðveru hans hér á landi. Ættarnöfn, menntamenn og virðulegar fjölskyldur sem ráða þessu landi og hafa gert í þúsund ár eru ekki á leiðinni að dreyfa valdinu til mín eða þín. Byltingin sem átti að eiga sér stað að innan hefur leitt af sér, formann eins misheppnaða sameiningarflokk landsins. Forseti landsins sem gekk keflavíkurgönguna er núna að sjúga spenan ríkisins og um leið erlenda auðkífingsdóttur sem metin er á nokkra milljarða. Forsetisráðherra, sem setti allt á annan endan þegar hann var að mótmæla kjörum námsmanna erlendis, er nú að hefna sín svo herfilega að annað eins hefur ekki sést síðan Stalín ákvað að auðmenn skildu sendir til Síberíu. Hvernig stendur á því að við þurfum að nánast lepja dauðan úr skel til að fá námsLÁN. Lán fyrir námsmann eins og nafnið gefur til kinna er eins vont að verða sér út um og herpes hjá henni maríu mey. Hvernig stendur á því að þeir menn sem mótmæltu, stóðu upp og settu fótinn fyrir dyr ranglætis og yfirgangs eru nú farnir að selja sálu sína fyrir aðeins meira rafmagn, ál og aðeins færri ríkisrekin kompaní, þetta er mér ofar öllum skilningi, og ég vona að komi til þess að ég selji sál mína að það verði þá fyrir aðeins göfugri málstað, í það versta að ég fái nú væna sneið af kökunni
Smoke away
Ó þið sjálfhverfu vesælu sálir sem nærist á nöglum líkkistna ykkar. Ó þið aumu menn sem standið í andir helvítis og kallið á sjálfseyðingu sálar ykkar. Hvað þarf líkami ykkar að þjást lengi áður en þið sjáið villu ykkar vegar. Hversu mörg göt þarf háls ykkar að fá áður en þið takið því hinti sem móðir náttúra er að reyna að gefa ykkur. Ég nenni ekki að rökræða út í eitt um þessa vitleysu en mér þætti vænt um að menn hugsuðu sig nú aðeins um áður en þeir hoppuðu á næsta pakka og hreinlega sjúgi hann ofan í sig með tilheyrandi heilsu auka og lungnaþembu.

þriðjudagur, nóvember 05, 2002

Vezlingur
Já þeir eru víða að finna, eitt greyið er meira að segja með mér í skóla. Sjálfsagt eru þeir nú fleiri hér uppfrá. En það er nú svo að eitt greyið sem virðist þjást af "Advanced illuzionary skitzofrania with involuntary narcoliptic rage" er eitthvað mikið niðri fyrir. Auðvitað verður saklaus einstaklingur eins og ég fyrir barðinu á þessum sjaldgæfu en stórhættulegu reiðiköstum. Ég veit ekki hvort hefur meiri áhrif á þá minnimáttarkennd sem viðkomandi hefur fyrir mér, að ég þjáist bara af venjulegri geðhvarfasýki með smá vott af úttauguðum móðursýkisköstum, eða að undirritaður á ekki í tilvistarvanda. Við vitum það ekki og munum sjálfsagt aldrei komast að því, því áður en við vitum af þá verður þessi ungi maður floginn á vit nýrra æðiskasta í litlu landi sem heitir Zwanhílí.