Bara svo það sé alveg á hreinu þá er ég ekki að hætta í pólitík.
Af hverju þarf hún að endurtaka þetta aftur og aftur þegar nóg hefði verið fyrir hana að segjast ætla að taka sér hvíld til að jafna sig á heilaæxli. En nei það var nú ekki hægt. Konan þurfti að vera á öllum fundum, taka þátt í öllu plottinu í samræðupólitíkinni sem er svo augljósleg innan Samfylkingarinnar. Hljómar frekar eins og einræðupólitík sem fylgist vel með marklausum skoðanakönnunum 800 manna. En þegar hún svo mætir 2000 manns í eigin persónu þá eru það ekki þjóðin. Auðvitað átti hún að taka sér strax frí. En hvað segir það okkur um flokkinn hennar.
Því í fjandanum þurfa menn á henni að halda í öllu þessu. Er engum treystandi öðrum en fárveikum foringjanum að leiða þetta skip. Það sást kanski best þegar hún var erlendis fyrir rúmlega viku að allt ætlaði um koll að keyra í flokknum. Varaformaðurinn þurfti meira að segja að segja af sér vegna þess fárs.
Ég vona bara að hinn þögli meirihluti falli ekki fyrir þessari vitleysu og kjósi með hausnum.
sunnudagur, febrúar 01, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli