miðvikudagur, september 23, 2009

Jeff, jeff, jeff

Kláraði ævisögu nr. 2 hjá Buckley og er enn sannfærðari en áður að hann hafi bara gefist upp. Aðal ástæðan að mínu mati er að hann hafi bara ekki náð að búa til nægjanlega góð lög.  En lögin sem hann gerði eftir Grace voru hálf slöpp, hann veit það og við sem erum aðdáendur vitu það. Það er eins og hann hafi bara ekki verið til staðar síðustu árin.  Svolítið eins og að samband hans við Gary Lucas hafi skilað einna bestri útkomu.  Spurning hvort Monsters... hefði verið eitthvað spes ef egóið hjá Jeff hefði ekki verið fyrir honum.  En alvörulistamenn eru víst með egó-dauðans.  

Hvað um það, hann náði þó að senda frá sér cover lög sem seint gleymast og fæstir hafa í raun fengið að hlusta á fyrir utan Hallelujah.  En Dyllan coverin hans ásamt calling you eru alger snilld.  Sem betur fer hafa þau ekki náð eyrum almennings því þá er hætt við því að þeim væri nauðgað eins og Hallelujah.

Samt sem áður er óskandi að menn hvort sem þeir hafa ótrúlega hæfileika, eða ekki, velji aðra leið úr vandamálum sínum en sjálfsvíg.

Sjá bara alla listamenn sem einhverntíma hafa gefið eitthvað út, það er eins mismunandi og þeir eru margir og megnið af því er hálf slappt sjá bara Springsteen.  Hann er snilli, en samt sem áður get ég bara nefnt 4 lög sem eru virkilega góð.  Hann sjálfur sagði að the River hefði verið stóra breikið hans.  Hún kom út 7 árum eftir að hann gaf út sína fyrstu plötu.  Hann hafði gefið út 4 plötur áður en hann datt inn á virkilega gott lag.  

Gefið endilega Jeff tækifæri.  Hann á ekki eftir að valda vonbrigðum, bara mismunandi góðum fíling.

Engin ummæli: