Hvað á ég við?
Mikill ótti er hjá hinu opinbera við hið svokallaða Brain Drain eða menntaflóttta íslendinga.
Talað er um að þetta sé stórhættulegt, vitnað í Færeyjar og fleirri og reynt að höfða til þjóðernisvitundar og samvisku manna um að allt geti farið á hausinn ef menn flýja.
Í næstu setningu á að hækka skatta???
Hvernig á fólk með góða menntun, sem kemst í störf erlendis að sætta sig við;
1. Launalækkun (en ekki hefur verið samið um hækkanir launa umfram 14-20 % verðbólgu undan farin 3 ár og ólíklegt að það verði )
2. Kaupmáttaskerðingi vegna hækkandi verðlags og hækkandi lána vegna verðbólgu og gengi krónunnar.
3. Kaupmáttaskerðingu vegna hækkandi verðlags vegna skatta sem búið er að setja(sykurskattur, bensín og áfengisgjald) og fyrirhugað er að verði settir á.
4. 40-50% lækkun launa í sambanburði við þau lönd þar sem menntafólkið okkar kemst í vinnu vegna stöðu krónunnar.
Ofan á þetta ætla menn að hækka skatta.
Ég get ekki séð að það sé eitthvað frekar menntafólk sem fer héðan, heldur en allir aðrir. Ef lyftaramaður eða strætóbílstjóri í Köben eru með 600-900 þúsund á mánuði. Kennarar- hjúkrunarfræðingar með um 950 þúsund. Hversvegna í ósköpunum ætti þetta fólk að búa hér með um 260 -300 þúsund á mánuði í grunnlaun og yfirvinnubann?
Ég á erfitt með að sjá aðra leið út úr þessu dásamlega velferðaríki en að hér verði gríðarlegur landflótti. Það er svo sem allt í lagi, mér virðist flestir sem hér ráða ríkjum líta svo á að Ísland sé bara sumardvalarstaður einhverra trjáfaðmara.
ANSK hafi það að maður þurfi að borga allt upp í helming launa sinna í skatta til að greiða fyrir ansi marga sem ekki þykjast geta unnið. Hvernig stendur t.d. á því að það eru 25.000 öryrkjar í landinu. Auðvitað eru til einstaklingar sem þurfa á að stoð og umhyggju að halda en það er bara ekki tölfræðilegur möguleiki að það sé 8-9% af þjóðinni. Í mesta lagi ætti þetta að vera 1-2%.
Það var mögulega eitthvað þol fyrir þessu í góðærinu en nú þegar við erum á beinni leið á höfuðið verður fólk að fara átta sig á því að þessir "peningar" sem það er að fá frá ríkinu eru mínir peningar og annarra sem hér vinna.
Það á að skerða almenna heilbrigðisþjónustu hér í landinu, ég tek það ekki í mál að þjónusta við börnin mín sé skert áður en tekið sé alvarlega á málaflokk sem kostar meira en heilbrigðismál.
Af 111 milljörðum sem fóru í félagsmál á árunum 2002 - 2007 var skiptingin eftirfarandi;
Almannatryggingar og velferðarmál | 70.811 | 81.850 | 87.874 | 92.986 | 96.950 | 111.382 |
Sjúkdómar | 755 | 756 | 756 | 779 | 719 | 703 |
Örorka og fötlun | 14.938 | 18.148 | 20.745 | 22.321 | 24.813 | 28.268 |
Öldrun | 19.452 | 21.826 | 23.911 | 27.273 | 25.765 | 29.133 |
Eftirlifendur | 231 | 236 | 238 | 258 | 234 | 246 |
Fjölskyldur og börn | 19.915 | 22.712 | 24.337 | 25.209 | 29.250 | 33.749 |
Atvinnuleysi | 3.403 | 4.594 | 4.833 | 3.672 | 2.962 | 3.100 |
Húsnæðisaðstoð | 6.950 | 7.799 | 7.702 | 7.713 | 7.486 | 7.925 |
Félagsleg aðstoð, ótalin annars staðar | 1.753 | 2.061 | 2.144 | 2.001 | 1.948 | 3.625 |
Almannatryggingar og velferðarmál, ótalin annars staðar | 3.412 | 3.719 | 3.207 | 3.760 | 3.772 | 4.633 |
Þetta eru tölur á mesta góðærisskeiði íslendinga, gríðarlegar hækkanir á 6 árum.
Húsnæðisaðstoð er 7 milljarðar, óátalin félagsleg aðstoð 3,6 milljarðar almannatrygging og velferðarmál ótalin 4,6 milljarðar. Hér verður að grandskoða áður en menn fara að skera niður í öðrum mikilvægari málaflokkum. Flokkum eins og menntun þjóðarinnar eða heilsu, og ástæðan fyrir því að ég segi að það séu mikilvægari flokkar er að ef við drögum úr útgjöldum til þessara málaflokka (auðvitað má spara einhverstaðar, hvað höfum við með 9 háskóla að gera t.d.) þá leiðir það til minni framlegðni, færri ganga menntaveginn og tekjur ríkisins minnka og þar af leiðandi dregur úr fjármunum sem hægt er að setja í félagsmál.
En það má væntanlega ekki einu sinni viðra þetta, af því að þá er verið að níðast á þeim sem minnst mega sín.
Ég minni á að ef hér verður Brain Drain eða þaðan af verra þá munu þeir sem minna meiga sína þurfa að sjá um sig algerlega sjálfir. Það verða ekki til peningar í landinu.
Þess fyrir utan þá er ég ekki tilbúinn að borga 50% skatta fyrir stóran hluta þessa fólks sem fær sínar bætur og vinnur svo svart.
Svo mörg voru þau orð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli