mánudagur, september 28, 2009

Fjarnám

Ég er ekki alveg að átta mig á hugtakinu fjarnám í íslenskum háskólum. Ég get fórnað föstudögum, laugardögum og sunnudögum. En ef ég er á annað borð í fjarnámi þá á ég voðalega erfitt með að fórna öðrum dögum í þetta. Er ekki hægt að skella þessu í smá yfirvinnu og hafa þetta þegar fólk er ekki að vinna. Þessi uppbygging er bæði svona hjá HÍ og UNAK, ég nískupúkinn tími ekki einu sinni að skoða fyrirkomulagið hjá RU eða Bifröst.

Það eru bara ekki allir í þeirri aðstöðu að þeir geti stokkið úr vinnu í heila 5 daga 4 sinnum yfir vetur. Þetta er heill mánuður.

Spörning um að stofna skóla???

Það er víst nóg að ætla sér það þessa dagana og vúss þá er maður bara búinn að stofna skóla, grunnskóli sem heitir menntaskólinn....gef mér bráku.

Engin ummæli: