Aðeins of nettengdur þessa dagana. Ósómi að því að geta ekki forgangsraðað og farið að lesa bók í stað þess að skoða allt þetta sem skiptir engu máli þegar til lengri tíma litið.
Ég ætla á bókasafnið og fá mér einhverja góða bók, einhverjar tillögur kæri netheimur.
miðvikudagur, september 30, 2009
mánudagur, september 28, 2009
Fjarnám
Ég er ekki alveg að átta mig á hugtakinu fjarnám í íslenskum háskólum. Ég get fórnað föstudögum, laugardögum og sunnudögum. En ef ég er á annað borð í fjarnámi þá á ég voðalega erfitt með að fórna öðrum dögum í þetta. Er ekki hægt að skella þessu í smá yfirvinnu og hafa þetta þegar fólk er ekki að vinna. Þessi uppbygging er bæði svona hjá HÍ og UNAK, ég nískupúkinn tími ekki einu sinni að skoða fyrirkomulagið hjá RU eða Bifröst.
Það eru bara ekki allir í þeirri aðstöðu að þeir geti stokkið úr vinnu í heila 5 daga 4 sinnum yfir vetur. Þetta er heill mánuður.
Spörning um að stofna skóla???
Það er víst nóg að ætla sér það þessa dagana og vúss þá er maður bara búinn að stofna skóla, grunnskóli sem heitir menntaskólinn....gef mér bráku.
Það eru bara ekki allir í þeirri aðstöðu að þeir geti stokkið úr vinnu í heila 5 daga 4 sinnum yfir vetur. Þetta er heill mánuður.
Spörning um að stofna skóla???
Það er víst nóg að ætla sér það þessa dagana og vúss þá er maður bara búinn að stofna skóla, grunnskóli sem heitir menntaskólinn....gef mér bráku.
miðvikudagur, september 23, 2009
Jeff, jeff, jeff
Kláraði ævisögu nr. 2 hjá Buckley og er enn sannfærðari en áður að hann hafi bara gefist upp. Aðal ástæðan að mínu mati er að hann hafi bara ekki náð að búa til nægjanlega góð lög. En lögin sem hann gerði eftir Grace voru hálf slöpp, hann veit það og við sem erum aðdáendur vitu það. Það er eins og hann hafi bara ekki verið til staðar síðustu árin. Svolítið eins og að samband hans við Gary Lucas hafi skilað einna bestri útkomu. Spurning hvort Monsters... hefði verið eitthvað spes ef egóið hjá Jeff hefði ekki verið fyrir honum. En alvörulistamenn eru víst með egó-dauðans.
Hvað um það, hann náði þó að senda frá sér cover lög sem seint gleymast og fæstir hafa í raun fengið að hlusta á fyrir utan Hallelujah. En Dyllan coverin hans ásamt calling you eru alger snilld. Sem betur fer hafa þau ekki náð eyrum almennings því þá er hætt við því að þeim væri nauðgað eins og Hallelujah.
Samt sem áður er óskandi að menn hvort sem þeir hafa ótrúlega hæfileika, eða ekki, velji aðra leið úr vandamálum sínum en sjálfsvíg.
Sjá bara alla listamenn sem einhverntíma hafa gefið eitthvað út, það er eins mismunandi og þeir eru margir og megnið af því er hálf slappt sjá bara Springsteen. Hann er snilli, en samt sem áður get ég bara nefnt 4 lög sem eru virkilega góð. Hann sjálfur sagði að the River hefði verið stóra breikið hans. Hún kom út 7 árum eftir að hann gaf út sína fyrstu plötu. Hann hafði gefið út 4 plötur áður en hann datt inn á virkilega gott lag.
Gefið endilega Jeff tækifæri. Hann á ekki eftir að valda vonbrigðum, bara mismunandi góðum fíling.
Vanilla Fuge
Alltaf gaman að uppgötva "nýjar" hljómsveitir. hér eru nokkrar sem hafa náð mínum eyrum undanfarna daga.
http://www.youtube.com/watch?v=_aWFaZgwerY (Vanilla fudge) Langt á undan sinni samtíð, voru að gera 8 mínútna lög meðan Bítlarnir voru að færa sig úr 2.50 yfir í 3.20 mín.
http://www.youtube.com/watch?v=9W8jcDS2It0 (Blue Cheer) Bara snillar...frumkvöðlar í þungurokki
http://www.youtube.com/watch?v=Rkbrkf9upsA&feature=related (Blue cheer)
http://www.youtube.com/watch?v=NrV2Kfqv36k (Stone City) veit ekkert umþá, útgáfan af cut my hair er bara þokkalega flott.
fimmtudagur, september 03, 2009
Brain Drain
Furðuleg hugsun að höfða til samvisku manna þegar um er að ræða lífsviðurværi.
Hvað á ég við?
Mikill ótti er hjá hinu opinbera við hið svokallaða Brain Drain eða menntaflóttta íslendinga.
Talað er um að þetta sé stórhættulegt, vitnað í Færeyjar og fleirri og reynt að höfða til þjóðernisvitundar og samvisku manna um að allt geti farið á hausinn ef menn flýja.
Í næstu setningu á að hækka skatta???
Hvernig á fólk með góða menntun, sem kemst í störf erlendis að sætta sig við;
1. Launalækkun (en ekki hefur verið samið um hækkanir launa umfram 14-20 % verðbólgu undan farin 3 ár og ólíklegt að það verði )
2. Kaupmáttaskerðingi vegna hækkandi verðlags og hækkandi lána vegna verðbólgu og gengi krónunnar.
3. Kaupmáttaskerðingu vegna hækkandi verðlags vegna skatta sem búið er að setja(sykurskattur, bensín og áfengisgjald) og fyrirhugað er að verði settir á.
4. 40-50% lækkun launa í sambanburði við þau lönd þar sem menntafólkið okkar kemst í vinnu vegna stöðu krónunnar.
Ofan á þetta ætla menn að hækka skatta.
Ég get ekki séð að það sé eitthvað frekar menntafólk sem fer héðan, heldur en allir aðrir. Ef lyftaramaður eða strætóbílstjóri í Köben eru með 600-900 þúsund á mánuði. Kennarar- hjúkrunarfræðingar með um 950 þúsund. Hversvegna í ósköpunum ætti þetta fólk að búa hér með um 260 -300 þúsund á mánuði í grunnlaun og yfirvinnubann?
Ég á erfitt með að sjá aðra leið út úr þessu dásamlega velferðaríki en að hér verði gríðarlegur landflótti. Það er svo sem allt í lagi, mér virðist flestir sem hér ráða ríkjum líta svo á að Ísland sé bara sumardvalarstaður einhverra trjáfaðmara.
ANSK hafi það að maður þurfi að borga allt upp í helming launa sinna í skatta til að greiða fyrir ansi marga sem ekki þykjast geta unnið. Hvernig stendur t.d. á því að það eru 25.000 öryrkjar í landinu. Auðvitað eru til einstaklingar sem þurfa á að stoð og umhyggju að halda en það er bara ekki tölfræðilegur möguleiki að það sé 8-9% af þjóðinni. Í mesta lagi ætti þetta að vera 1-2%.
Það var mögulega eitthvað þol fyrir þessu í góðærinu en nú þegar við erum á beinni leið á höfuðið verður fólk að fara átta sig á því að þessir "peningar" sem það er að fá frá ríkinu eru mínir peningar og annarra sem hér vinna.
Það á að skerða almenna heilbrigðisþjónustu hér í landinu, ég tek það ekki í mál að þjónusta við börnin mín sé skert áður en tekið sé alvarlega á málaflokk sem kostar meira en heilbrigðismál.
Af 111 milljörðum sem fóru í félagsmál á árunum 2002 - 2007 var skiptingin eftirfarandi;
Þetta eru tölur á mesta góðærisskeiði íslendinga, gríðarlegar hækkanir á 6 árum.
Húsnæðisaðstoð er 7 milljarðar, óátalin félagsleg aðstoð 3,6 milljarðar almannatrygging og velferðarmál ótalin 4,6 milljarðar. Hér verður að grandskoða áður en menn fara að skera niður í öðrum mikilvægari málaflokkum. Flokkum eins og menntun þjóðarinnar eða heilsu, og ástæðan fyrir því að ég segi að það séu mikilvægari flokkar er að ef við drögum úr útgjöldum til þessara málaflokka (auðvitað má spara einhverstaðar, hvað höfum við með 9 háskóla að gera t.d.) þá leiðir það til minni framlegðni, færri ganga menntaveginn og tekjur ríkisins minnka og þar af leiðandi dregur úr fjármunum sem hægt er að setja í félagsmál.
En það má væntanlega ekki einu sinni viðra þetta, af því að þá er verið að níðast á þeim sem minnst mega sín.
Ég minni á að ef hér verður Brain Drain eða þaðan af verra þá munu þeir sem minna meiga sína þurfa að sjá um sig algerlega sjálfir. Það verða ekki til peningar í landinu.
Þess fyrir utan þá er ég ekki tilbúinn að borga 50% skatta fyrir stóran hluta þessa fólks sem fær sínar bætur og vinnur svo svart.
Svo mörg voru þau orð.
Hvað á ég við?
Mikill ótti er hjá hinu opinbera við hið svokallaða Brain Drain eða menntaflóttta íslendinga.
Talað er um að þetta sé stórhættulegt, vitnað í Færeyjar og fleirri og reynt að höfða til þjóðernisvitundar og samvisku manna um að allt geti farið á hausinn ef menn flýja.
Í næstu setningu á að hækka skatta???
Hvernig á fólk með góða menntun, sem kemst í störf erlendis að sætta sig við;
1. Launalækkun (en ekki hefur verið samið um hækkanir launa umfram 14-20 % verðbólgu undan farin 3 ár og ólíklegt að það verði )
2. Kaupmáttaskerðingi vegna hækkandi verðlags og hækkandi lána vegna verðbólgu og gengi krónunnar.
3. Kaupmáttaskerðingu vegna hækkandi verðlags vegna skatta sem búið er að setja(sykurskattur, bensín og áfengisgjald) og fyrirhugað er að verði settir á.
4. 40-50% lækkun launa í sambanburði við þau lönd þar sem menntafólkið okkar kemst í vinnu vegna stöðu krónunnar.
Ofan á þetta ætla menn að hækka skatta.
Ég get ekki séð að það sé eitthvað frekar menntafólk sem fer héðan, heldur en allir aðrir. Ef lyftaramaður eða strætóbílstjóri í Köben eru með 600-900 þúsund á mánuði. Kennarar- hjúkrunarfræðingar með um 950 þúsund. Hversvegna í ósköpunum ætti þetta fólk að búa hér með um 260 -300 þúsund á mánuði í grunnlaun og yfirvinnubann?
Ég á erfitt með að sjá aðra leið út úr þessu dásamlega velferðaríki en að hér verði gríðarlegur landflótti. Það er svo sem allt í lagi, mér virðist flestir sem hér ráða ríkjum líta svo á að Ísland sé bara sumardvalarstaður einhverra trjáfaðmara.
ANSK hafi það að maður þurfi að borga allt upp í helming launa sinna í skatta til að greiða fyrir ansi marga sem ekki þykjast geta unnið. Hvernig stendur t.d. á því að það eru 25.000 öryrkjar í landinu. Auðvitað eru til einstaklingar sem þurfa á að stoð og umhyggju að halda en það er bara ekki tölfræðilegur möguleiki að það sé 8-9% af þjóðinni. Í mesta lagi ætti þetta að vera 1-2%.
Það var mögulega eitthvað þol fyrir þessu í góðærinu en nú þegar við erum á beinni leið á höfuðið verður fólk að fara átta sig á því að þessir "peningar" sem það er að fá frá ríkinu eru mínir peningar og annarra sem hér vinna.
Það á að skerða almenna heilbrigðisþjónustu hér í landinu, ég tek það ekki í mál að þjónusta við börnin mín sé skert áður en tekið sé alvarlega á málaflokk sem kostar meira en heilbrigðismál.
Af 111 milljörðum sem fóru í félagsmál á árunum 2002 - 2007 var skiptingin eftirfarandi;
Almannatryggingar og velferðarmál | 70.811 | 81.850 | 87.874 | 92.986 | 96.950 | 111.382 |
Sjúkdómar | 755 | 756 | 756 | 779 | 719 | 703 |
Örorka og fötlun | 14.938 | 18.148 | 20.745 | 22.321 | 24.813 | 28.268 |
Öldrun | 19.452 | 21.826 | 23.911 | 27.273 | 25.765 | 29.133 |
Eftirlifendur | 231 | 236 | 238 | 258 | 234 | 246 |
Fjölskyldur og börn | 19.915 | 22.712 | 24.337 | 25.209 | 29.250 | 33.749 |
Atvinnuleysi | 3.403 | 4.594 | 4.833 | 3.672 | 2.962 | 3.100 |
Húsnæðisaðstoð | 6.950 | 7.799 | 7.702 | 7.713 | 7.486 | 7.925 |
Félagsleg aðstoð, ótalin annars staðar | 1.753 | 2.061 | 2.144 | 2.001 | 1.948 | 3.625 |
Almannatryggingar og velferðarmál, ótalin annars staðar | 3.412 | 3.719 | 3.207 | 3.760 | 3.772 | 4.633 |
Þetta eru tölur á mesta góðærisskeiði íslendinga, gríðarlegar hækkanir á 6 árum.
Húsnæðisaðstoð er 7 milljarðar, óátalin félagsleg aðstoð 3,6 milljarðar almannatrygging og velferðarmál ótalin 4,6 milljarðar. Hér verður að grandskoða áður en menn fara að skera niður í öðrum mikilvægari málaflokkum. Flokkum eins og menntun þjóðarinnar eða heilsu, og ástæðan fyrir því að ég segi að það séu mikilvægari flokkar er að ef við drögum úr útgjöldum til þessara málaflokka (auðvitað má spara einhverstaðar, hvað höfum við með 9 háskóla að gera t.d.) þá leiðir það til minni framlegðni, færri ganga menntaveginn og tekjur ríkisins minnka og þar af leiðandi dregur úr fjármunum sem hægt er að setja í félagsmál.
En það má væntanlega ekki einu sinni viðra þetta, af því að þá er verið að níðast á þeim sem minnst mega sín.
Ég minni á að ef hér verður Brain Drain eða þaðan af verra þá munu þeir sem minna meiga sína þurfa að sjá um sig algerlega sjálfir. Það verða ekki til peningar í landinu.
Þess fyrir utan þá er ég ekki tilbúinn að borga 50% skatta fyrir stóran hluta þessa fólks sem fær sínar bætur og vinnur svo svart.
Svo mörg voru þau orð.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)