Já það er nokkuð langt síðan ég bloggaði síðast but hey ég er í námi. Hvað um það ég hef líka fengið útrás fyrir nöldrinu mínu í pottinum sem nóta bene menn eru ekkert allt of duglegir að mæta í.
Það var sú tíð, að ég hélt, þegar menn fóru í framboð töpuðu og síðan heyrðist ekki meira frá þeim aðilum en NEI. Þá fara menn bara í annað framboð og í þetta skiptið ekki einu sinni framboð heldur er stillt upp á lista til ALÞINGISKOSNINGA. Hvernig er það þegar kjósendur eru búnir að segja við viðkomandi einstaklinga að þeir vilji þá ekki í sveitastjórnapólitíkina er þá verið að ýja að því að viðkomandi fari í landspólitík. Það er nú einu sinni þannig að flestir svona beint áfram hugsandi menn dettur ekki í hug að hoppa úr sveit í land nema með stuðning hins almenna kjósanda. Það virðist vera svo takmarkað framboð af vinstri sinnuðum nöldurseggjum að maður fer að hugsa sinn gang alvarlega og jafnvel hoppa úr þessu bláa kraðaki, þar sem aðeins lögfræðingar og synir þeirra komast að, yfir í þessa að manni virðist svo auðveldu leið í mannsæmandi eftirlaun að jafnvel hálf blindur, heyrnalaus, fyrrum nöldurmeistari og smáglæpon er nú orðinn þingmaður. Svona er það þegar maður kemst upp með að fela sig í pilsfaldinum á "mömmu" sinni.
Ekki nóg með það heldur eru nýkjörnir þingmenn uppvísir að því að flýta sér helst til mikið þó nokkuð oft og ítrekað teknir undir áhrifum sinnar eigin réttlætiskenndar eða eitthvað prósentulegra. Það virðist ekki aftra þessum hugsjónarmönnum frá því að fara á milli bæja nokkuð hratt til að stunda vinnu sína sem þó mun teljast ólögleg samkvæmt íslenskum lögum en þar sem viðkomandi réttindalausi ökumaður hefur svo sterka siðferðis og réttlætiskennd þá er það í lagi.
Hvernig stendur á því að stuldur upp á hvað 2 til 3 millur frá þjóðinni eins og góðvinur lögreglunnar hann Árni Joð var uppvís af er 1 ár plús eitthvað skilorðsbundið en það að stela 52 milljónum af íslensku þjóðinni og ítrekað virða að vettugi íslensk landslög kostar 3 mánuði?????????? Ég verð fyrir mitt leiti að spyrja hver sé eiginlega munurinn á þessu tvennu. Ég hélt að skattsvik væri þjófnaður. Ég hélt líka að veiða án kvóta væri þjófnaður. Ég stóð í þeirri meiningu að aka yfir leyfilegum hraða væri glæpur, ég endurtek glæpur þar sem viðkomandi aðili sýndi á engan hátt vilja til að bæta hátterni sitt.
Hæstvirti hæstaréttadómari er það þá skilningur minn að ef ég nýti náttúruauðlind þjóðarinnar án leyfis þá sé aðeins slegið smá á puttana mína. Er það niðurstaða hér í hæstarétti að ef ég er nógu fjári siðblindur þá kostar það mig aðeins 3 mánuði að stela 50 millum. Kæri hæstaréttadómari ég sætti mig alveg við það tímakaup. Sérstaklega í ljósi þess að meðal háskólagenginn íslendingur þénar ekki meira en 120 millur á ævinni. Eigum við að segja að ég steli 120 milljónum og þú dæmir mig í 1 árs fangelsi í staðinn. Er það díll?
miðvikudagur, október 08, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli