laugardagur, október 18, 2003

Einbeittur brotavilji

Já það er búið að opinbera það. Grunur minn hefur fengið rökstuðning. Ég er svo þakklátur. Byltingin hefur gerst sek um að skrópa í skólann og mæta í pontu alþingis. Ekki nóg með það heldur hefur hún nú ausið úr skálum lögfræðivisku sinnar yfir þing vort og ráðherra. Ég minnist þess að einhver mér vitrari maður hafi sagt að batnandi fólki er best að lifa og að hún Byltingin væri nú breytt manneskja enda í endurmentun. Hvernig er hægt að fá aðgang að svona skóla þar sem maður getur skroppið inn á Alþingi í lausamennsku og drullað yfir ríkistjórn. Að saka ríkistjórn landsins um einbeittan brotavilja þýðir í raun að Byltingin vill meina að ríkistjórn landsins séu forhertir glæpamenn.

Þessi sama bylting lét fjöldan allan af vitleysunni út úr sér hér á árum áður þegar hún sat á þingi og hér með afhjúpast af hverju hún á ekki að vera á þingi. Þetta er jú í lagi þegar þú ert að drulla yfir einn andstæðing en kæra bylting þú kemst ekki að, þú færð ekki að mála aðra bæi rauða nema að þú vandir mál þitt og hættir að drulla á væntanlegan samstarfsflokk þinn.

Þú hefðir geta sagt "einstæð afglöp í sögu landsins" (það hefði líka litið ágætlega út í málgagninu þínu) en þú sakar ekki fólk um að ætla sér að brjóta lög nema hafa þá 1. Sannir fyrir máli þínu. eða 2. Að dómur sem þú vitnar í segi að átt hafi sér stað einbeittur brotavilji af hálfu stefnda.

Kom on ertu ekki með ráðgjafa í flokknum "alvarlegt tilræði við lýðræði landsins" Þú hefðir geta sagt þetta. Þetta segir ekki neitt en hinn almenni kjósandi tekur meira mark á þessum orðum að því þau hljóma alvarlega. Hinn almenni kjóandi veit ekki einu sinni hvað einbeittur brotavilji er. Hann trúir því jafnvel að þetta sé orðaleikur og nennir ekki að spá í slíkum leikjum.

Einhverju sinni varð forseta vorum á að væna mann um skítlegt eðli á meðan hann var sjálfur óbreyttur þingmaður. Ég geri ráð fyrir því að hann sé átrúnaðargoð hátvirtrar byltingar enda stíga þau í sama vitið.

En eins og svo oft áður þá sannast það að hvaða jójó sem er getur orðið þingmaður þetta er bara spuning um 10% það sem þú hefur að segja 90% hvernig þú segir það. Vandamálið er bara að Alþingi íslendinga er tekið upp á myndbandsupptökuvélar og það er hægt að spila þetta aftur og aftur. Þú gerðir sömu mistök áður "ég ætla ekki í landspólitík að ári" nei fyrirgefðu þú sagðir "ég hef ekki hug á því að fara í landspólitík að ári" tomato tomato my dear.

Steingrímur J tók meira að segja fyrir þessi orð byltingarinnar og þá er nú fokið í flest skjól þegar maðurinn sem skammast hefur lengur en hálft þingið hefur malað dettur ekki til hugar að nota svona orð enda maður sannfæringar sinnar en ekki tækifærissinni.

Engin ummæli: