laugardagur, október 18, 2003

Sick as a dog

Kæri Landlæknir
Nokkrar ath-semdir sem ég hef fram að færa.

Hvernig stendur á því í þessum tæknivædda heimi þar sem hægt er að senda póst til tævan með mílísekúndum en að vera viðbúinn hálsbólgu og kvefi sem vitað er að komi hingað með margra mánaða fyrirvara er lífsins ómögulegt. Hvernig er það virka símalínurnar ekki yfir sumartímann? Ég veit að þetta er sama veikinn og á herjar Asíu á vormánuðum. Þeir eru meira að segja búnir að búa til einhverja hóstamixtúru gegn þessu en þeir eru að bíða með að dæla henni í okkur þangað til????????????? Svo segja þeir "Ó hún kom örlítið fyrr en reiknað var með.

Til hvers í ands.... já ég segi það bara andskotanum er skattfé okkar sett í hendurnar á mönnum sem eru þetta tregir. Tregir er ekki það sama og heimskur sem er heldur ekki það sama og vitlaus. Ég er til að mynda gersamlega hæfileikalaus í því að skrifa tungumál mitt rétt. Í því er ég tregur, margir segja heimskur og en aðrir vitlaus en ÞEIR segja að ég sé veikur. Hverjir eru Þeir. Þeir eru auðvitað læknar. Þetta eru þeir nemendur sem hvað auðveldast eiga með að læra hluti utanbókar og auðvitað þegar svoleiðis fólk fær að vera læknar þá þarf það að reka sig á til að eitthvað komi ekki fyrir aftur. (Ég veit að það er ákveðinn rýgur á milli lækna og lögfræðinga en sorry félagar mínir þegar lögfræðingar gera mistök þá liggur ekki alveg jafn mikið í húfi og þegar læknar gera mistök þannig að læknar hafa vinninginn hér). Ímyndunarafl og listrænir hæfileikar eru heldur takmarkaðir hjá báðum þessum starfstéttum enda fólk sem treystir um of á bækur sem lausn við öllum lífsins vandamálum.

Þetta verður að breyta. það þarf að setja inn eitt stykki markaðsfræðing þarna á meðal þessara lækna. Við getum kallað hann DR MBA Bs.C með rekstrarfræðigráðu Jón. Hann getur verið í forsvari fyrir þá deild sem lýtur að ófyrirsjáanlegum vandamálum. Vandamál eins og fótbrot, kransæðastífla og KVEF heyra nú sögunni til vegna þess að læknar landsins fá fyrirskipun frá DR MBA Bs.C með rekstrarfræðigráðu Jóni um að nú megi þeir eiga von á því að þess vandamál eigi sér stað og þeir eru þá tilbúnir undir það. Þeir fá útprentað blað sem segir þeim að milli klukkan 00:00 og 23:59 ALLA daga meigi þeir eiga von á því að fá sjúklinga með fótbrot og kransæðastíflu og hvað það er nú sem hrjáir fólk hérna á íslandi og í þessu sama blaði kemur fram að:

" ....Þegar komið er að mánaðarlokum júlý má gera ráð fyrir því ár hvert að kvef, kverkaskýtur, hálsbólga, lúnabólga.................blabla bólga fari að gera vart við sig. Því verður að bólusetja landsmenn eigi síðar en mánaðarlok ágústmánaðar með lyfjum sem duga aðeins lengur en tvo daga."

Svo heldur bréfið auðvitað áfram til að taka á öllu því sem hugsanlega getur gerst á hverju ári svo að ekkert komi nú þessum læknum á óvart og ég þarf ekki að missa úr tvær farging vikur í skóla vegna þess að ég get ekki hlustað á sjálfan mig hugsa vegna slímhúðar í lungum og beinverkjar í öllum útlimum.

Kæri landlæknir ég veit að þú ferð eftir þessum tilmælum enda eru þau nú komin á blað og þú ættir að muna eftir því að ráða hann DR. MBA Bs.C Rekstrarfræðingur Stúdent Gaggó Jón
kv,
Valgeri (en fyrir þig skal ég heita jón)

Engin ummæli: