fimmtudagur, maí 01, 2003

Kleppur
Ég er með nokkrar spurningar flestar tengdum kosningum og henni Ingibjörgu:

1. Hvernig ætlar Ingibjörg Sólrún að lækka vexti án þess að stunda það sem hún hefur ásakað Davíð fyrir (yfirgang og frekju)? (hafa ber í huga að Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun og það er ekki á valdsviði Ingibjargar, hvort sem hún verður fjármálaráðherra eða forsætisráðherra, að stjórna því hvort og hvenær vextir eru lækkaðir)
2. Hvernig ætlar Samfylkingin að jafna en frekar launamun kynja en um leið að halda þeirri framlegð sem er í þjóðfélaginu? (framlegð sem er með því lægsta sem gerist í Evrópu(sem er ekki gott ingibjörg) og ætti að tækla fyrst. Launamunur sem er að miklu leiti til staðar sökum þess að það er en litið á það sem sjálfsagðan hlut að konan taki ekki að sér yfirvinnu og sinni börnum. Þá á að færa dagvinnu í 6 stunda vinnu á sömu kjörum og við höfum í dag fyrir 8 tímana. Ég er ekki að sjá annað en að það verði einhver mótmæli með þá tilhögun, sjáflur hef ég ekkert á móti því að vinna minna fyrir sömu laun en ég er hræddur um að fyrirtæki, ófá, fari á hausinn)
3. Hvernig fær Ingibjörg Sólrún það út að hagvöxtur skiptir ekki máli?
4. Hvernig bætir það samkeppnisstöðu HÍ að draga úr fjárframlögum til annara skóla? (ég fæ ekki séð hvernig í ósköpunum hún komst að þeirri niðurstöðu að skóli sem hefur markaðsráðandi stöðu á háskólanámið, þurfi á frekari hjálp að halda til að bæta samkeppnistöðu sína. Hún Ingibjörg vonast kanski til þess að aðrir skólar fari á hausinn og "ríku" pappastrákarnir þurfa nauðugir að fara í HÍ með hinum)
5. Hvernig getur manneskja sem stuðlaði sjálf að því að íbúðarverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði gefið út það kosningarloforð að auka verði húsnæðismöguleika landsmanna?
6. Hvernig getur Ingibjörg Sólrún talað um fátækt á Íslandi án þess að taka ábyrgð á henni sjálf? (það merka rit, sem forseti landsins kallaði svo, um fátækt á íslandi bendir á að upp úr 1995 hafi Reykjavíkurborg breyt styrkjakerfi sínu sem hafi leitt til þess að mun fleirri aðilar hafi þurft að leita til mæðrastyrksnefndar. R-listinn og þar af leiðandi Samfylkingin stóðu sem sagt að því að mynda þær biðraðir sem eiga að lýsa stöðu fátækra á íslandi. (ein spurning varðandi þetta Af hverju er "fátækt fólk" feit)
7. Kosningaloforð R-listans var á sínum tíma "engir nýjir skattar" þremur mánuðum seinna eru sett á holræsagjöld. Það er sett á sérstakur sorphirðugjald pr. tunnu ýmsir nefskattar. Ingibjörg Sólrún sagði að hún hefði ekki hug á að fara í landspólitíkina í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Hvernig á ég sem kjósandi að treysta manneskju sem hefur ítrekað farið alvarlega bak orða sinna. (þegar hún er svo spurð út í viðkomandi yfirlýsingar þá fer hún út í atriðið eins og "Ég hafði ekki hug á því þá" eða "Hefurðu heyrt um pólitíkus sem hefur staðið við öll sín kosningarloforð).
8. Rekstrarafkoma Reykjavíkurborgar (hér er átt við reykjavíkurborgar samsteypuna sem Ingibjörg sagði að sjálfstæðismenn væru alltaf að tala um og skildu ekki mun á henni og borgarsjóði) er sögð 2.500 milljarða. Hér er verið að tala um Reykjavíkurborg ásamt öllum fyrirtækjum hennar (þar á meðal orkuveitan) gott og vel. Ingibjörg Sólrún þvertók fyrir að skuldir RVK borgar hefðu hækkað heldur hélt hún því fram að skuldirnar hefðu lækkað frá því að R-listinn tók við (þær eru 18.539 milljarða og hækkuðu um 3 milljarða milli ára.) Skuldir reykjavíkursamsteypunnar hækkuðu um 9,6 milljarða milli ára. Samtals skuldar samsteipan 57 milljarða króna. Er þetta það sem koma skal í skuldasöfnun ríkissjóðs ef Ingibjörg verður við stjórnvölin? (b.liður) Er þetta ekki hækkun á milli ára? (c.liður) Er þetta viðundandi afkoma á samsteypu sem veltir 100 milljörðum?
(hafa ber í huga að ég er ekki óháður aðili)

Engin ummæli: