Krísustjórnun
Eitthvað sem menn ættu að vera farnir að tileinka sér á íslandi. Það kæmi kanski í veg fyrir að Samfylkingin tæki svona gríðarlega skemmtilega póla í kosningahæðina sína. Það kæmi líka í veg fyrir að sparktuðrufífl eins og bæjarstjórinn á ónefndum stað bulli hverskonar vitleysu í útvarpið. Kári "félagi" tæki þá kansi upp á því að nota orð sem miðla að því að koma viðkomandi aðila í skilning um vilja hans án þess að viðkomandi aðili haldi að sjúkrahúsvist bíði hans. Davíð kallinn mundi ekki fá fólk svona rosalega upp á móti sér og Atli E væri ekki landsliðsþjálfari lengur.
Ef ég segði þér að af þeim sveitarfélögum sem við höfum verið að tala við undanfarið um krísustjórnunarmál þá eru þónokkuð mörg sem eru ekki með sérstaka áætlun og hafa ekki áhuga á að kynna sér slíka. Hugsa sér í nútímaþjóðfélagi þar sem allt tal um áfallahjálp og sálfræðiaðstoðir ef fólk dettur í hálku, er ekki einu sinni áætlun til um við hverja á að tala þega áfall kemur upp. "Við hringjum bara í lögguna". Eins og lögreglan sé í stakk búin til að aðstoða fólk sem er í sjokki. Þetta eru menn sem berja mann og annan fyrir að tala um beikonfílu. Það er ótrúlegt hversu miklar hórur íslenskir stjórnmálamenn eru. Ef málefnið er ekki í umræðunni þá er óþarfi að skoða það. Svo kemur eitthvað upp á og það kemur í ljós að skortur á áætlunum var til þess að ekki var hægt að bregðast nógu fljótt við. Ég ætla ekki að fara að grafa upp einstök mál en það eru mjög stór slys í íslandssöngunni sem hafa orðið fyrir barðinu á þessu skipulagsleysi íslenskra stjórnvalda, (með orðinu stjórnvöld á ég líka við sveitarfélög, bæir og borgir ásamt slysarvarnarfélögumog almannavörnum íslands. Það eina sem við erum hugsanlega tilbúin undir eru skjálftar og eldgos. Sem gerast kanski á 15 til 20 ára fresti og mun sjaldnar ef við erum að hafa áhyggjur af fólki almennt.
Ég bara spyr hvaða áætlanir eru til um hvað á að gera ef það verður slys í áburðarverksmiðjunni eða álverinu. Nú er ég ekki að tala um smá bruna heldur ef þessar verksmiðjur hreinlega springa í loft upp, sem getur gerst nóta bene. Það er ótrúlegt hvað allt gengur út á að láta okkur halda að allt sé í lagi í stað þess að actually sjá til þess að allt sé í lagi.
Just wanted to nag
miðvikudagur, apríl 23, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli