þriðjudagur, mars 25, 2003

Bandalag hinna viljugu
Ég ætla að telja þau upp.

Ástralía, Bandaríkin, Ástralía, Bretland, Danmörk, Holland, ÍSLAND, Ítalía, Japan, Portúgal, Spánn - ok normal þjóðir svona að mestu en hvað tekur svo við.

Afganistan, Albanía, Aserbaídsjan, Búlgaría, Dóminíska lýðveldið, Eistalnd, El Salvador, Erítrea, Eþíópía, Filipseyjar, Georgía, Hondúras, Ksta Ríka, Kólumbía, Kúvæt, Lettland, Litháen, MAkedónía, Marshalleyjar, Míkrónesía, Mongólía, Níkaragúa, Palau, Pólland, Rúanda, Rúmenía, Salómonseyjar, Singapore, Slóvakía, Suður Kórea, Tékkland, Tyrkland, Ungverjand, Úganda, Úsbekistan - Þetta er listinn.

Þetta eru þær þjóðir sem standa með Bandaríkjunum. Þarna eru þjóðir sem byggja efnahag sinn alfarið á efnahagsaðstoð Bandaríkjamanna eða hafa byggt upp efnahag sinn með fjárframlögum Bandaríkjamanna. Flest eru, sum voru og mörg munu verða þriðjaheimsríki nema til komi peningar frá stórabróa. Hver er að blekkja hvern. Þjóðverjar gátu talið upp fjöldan allan af þjóðum sem studdu innrás þeirra inn í Pólland þýðir það þá að þeir hafi haft fullan rétt til þess. Getum við þá sagt sem svo að þau fjöldamorð sem áttu sér stað í seinni heimstyrjöldinni hafi verið réttlætanleg sem fórnarlömb stríðsátaka. Ég bara sé ekki mun á Þjóðverjum 1930 til 1945 og bandaríkjunum í dag. Mannréttindi eru fótum troðin á Kúbu af Bandaríkjamönnum, fangar dreppnir og svo framvegis. Jú það eru ekki 6 milljónir en ef þessir háu herrar (bandaríkjamenn) hefðu nú hugsa eins um önnur átök í heiminum og þeir hugsa um stöðuna í Írak þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir fjöldamorð í kambódíu, rúanda, júgoslavíu og listinn er langur en nei bíðum í smá tíma sjáum hvort þetta lagast ekki. Það er hvor eð er ekkert á þessum löndum að græða og þeir eru að drepa sína eigin borgara og það er í lagi.

Engin ummæli: