þriðjudagur, maí 13, 2003

Stórsigur eða hvað?

Fyrirsögnin er “TALSVERT YFIR 40 ÁRA MEÐALTALI”.

Þar er verið að ræða um Samfylkinguna OG vinstri græna samanlagt. Mér persónulega finnst auðvitað fáránlegt að talsmenn samfylkingarinnar tali um stórsigur fyrir jafnaðarmenn og ótrúlegt afrek. Samfylkingin er samkurl alþýðubandalagsmanna, alþýðuflokksmanna og kvennalistans. Samtals höfðu þessar fylkingar aðeins þrisvar á undanförnum 40 árum undir 30% fylgi. Mér er spurn hvernig getur Ingibjörg, Össur og CO sagt að það sé afrek að ná upp fyrir tölu sem aðeins þrisvar hafði sést áður. Er það ekki til skammar að vinstra aflið skuli ekki ná þessu strax. Áðurnefnd fyrirsögn fjallar um það að fylgi vinstri flokkanna sé yfir meðallagi eða 39.8 %. Þetta er ótrúleg blaðamennska. Ef við skoðum þá hægri öflin þá er fylgi þeirra sjálfstæðisflokkur 33,7% plús frjálslindir 6,7% plús nýtt afl 1,1% plús T framboð kristjáns pálssonar sem náði 0,3% á landsvísu þetta gerir 41,8% sem getur ekki talist slæmt hjá hægri öflum og er skýr (ef það má taka svo til orða) skilaboð um að íslenska þjóðin vill ekki vinstriflokkastjórn. Það þykir mér merkilegt að eftir 12 ára valdasetu hægri afla þá ná vinstri menn ekki upp í 40% samtals.

Ég fullyrði að Ingibjörg Sólrún er ekki stórkostlegur stjórnmálamaður heldur einfaldlega tækifærissinni(betri en flestir stjórnmálamenn) sem hefur troðið sér á réttan stað á réttum tíma.

Hvað hef ég máli mínu til stuðnings.
Ingibjörg sat á þingi á sínum tíma fyrir kvennalistann. Málin voru ekki alveg að falla henni í vil enda kvennalistinn búinn að koma sínu kosningamáli á framfæri síðan 1983 og útlitið ekki gott. Sá hún sér leik á borði að vera í forystu fyrir sameinaðan svokallaðan R-lista til að klekkja á einum flokki. ( Hugsa sér að það þurfti alla aðra flokka landsins sameinaða til að klekkja á sjálfstæðismönnum. ) Kvennalistinn gerði kröfu um að forystumaður yrði kona og þar sem auðvitað voru ekki til frambærilegar konur í öðrum flokkum varð þeirra manneskja fyrir valinu. That’s it ekki dulúð eða einhver stórkostleg refskák. Hennar stórkostlega afrek var að skila borgarsjóði með 18 milljarða tapi þar af 3 milljörðum á síðasta ári sínu. Davíð skilaði borginni allri með 2 milljörðum og hans hugverk Ráðhúsið og Perlan kostuðu samtals jafn mikið og Ingibjörg tapaði á síðasta ári. Nú er ég ekki sérlegur áhangandi Davíðs, enda margt misjafnt sem hann hefur gert, en í samanburði við Ingibjörgu er Davíð eins og segir í laginu "Kóngur" en hún Solla verður að láta sér nægja að vera vanabe.

Það er hlægilegt og umfram allt sorglegt að fólk sem kallar úlfur, úlfur sér ekki úlfinn í eigin sauðagæru.

Engin ummæli: