Gúden tak
Árið. gleðilegt það er að segja. Undarleg tilviljun að maður er farinn að blogga um leið og maður kemur í skólann aftur. Furðuleg sú ella að tími finst ekki hjá manni í frítímanum en svo þegar maður á að vera að stúdera fræðin þá allt í einu gefst manni tími til að nöldra. Alla vega. "Fólk hefur komið til mín úr öllum áttum" og "Ég ef oft farið að kárahnjúkum" þetta eru ummæli sem eru að drepa mig þessa daganna. Kanski fær viðkomandi aðili svo sjaldan til tal frá ókunnugum að þrír fjórir einstaklingar eru orðnir að hópi manna sem ....... og ekki vissi ég að ferðamennskan á austanverðu hálendinu væri það blómleg að menn og mýs væru farnar að skoða kárahnjúka bara svona á leið sinni um hringveginn. Þætti mér gaman að vita hversu margir eistaklingar hafi í raun talað við þessa manneskju, sem er búin "ég fullyrði" að drepa það góða fylgi sem flokksbræður hennar höfðu náð að safna upp, og tjáð henni að hún væri að gera eitthvað af viti. Eins hefði ég viljað sjá ferðabók hennar og fá að vita hversu margar ferðir hún fór á kárahnjúká fyrir 1995 og í raun eftir 1995 (en þar vill ég fá sundurliðun á því sem ríkið hefur boðið henni og það sem hún fór á eigin vegum). Nú þekki ég ekki marga og það eru ekki endalaust að koma til mín einhver aðili út í bæ að tala við mig (sem betur fer) en ég sé ekki að þau mál sem viðkomandi aðili hefur staðið fyrir hafi skipt þjóðina nokkru máli. Hún hefur nöldrað yfir því að við vildum meiri meingunarkvóta(talan sem við báðum um var 0,004% af heildar kvótanum og ástæður voru þær að hér á landi er það lítil mengun að ef við byggjum, segjum eitt stórt álver þá fer kvótinn, bandaríkin til að mynda menga einna þjóða mest og þeir báðu um aukinn kvóta sem var mörg þúsund falt meiri aukning en við báðum um). Hún hefur nöldrað yfir öllum virkjunum landsins. En hefur hún komið með tillögur í staðinn. Tillögur sem raunverulega byggja upp atvinnulíf í landinu. "Það á að gera þetta svæði að þjóðgarði". Þvílíkt bull og vitleysa. Hversu margir lögðu leið sína í nýjasta þjóðgarð landsins og hvað höfðu margir atvinnu af því. Þjóðgarsvörður var 1. Núna er þar 1/4 hluti þjóðgarðsvörður þar sem ekki þykir fýsilegt að halda úti rekstri allt árið. Ef að staður eins og Snæfellsjökull dregur ekki að ferðamenn hvað í ósköpunum fær ferðamenn til að heimsækja eyðimerkur vin upp á austurlandsöræfum. Ómetanlegur fjársjóður (bull). Það er nú einu sinni þannig að landið Ísland ber ekki nema svo og svo marga ferðamenn og við erum alltaf að færast nær því að fullbóka landið (byggja hótel á öræfunum? nei það væri nú að spilla nátturunni). Jú hér er stórbrotið landslag en það væri nú gaman að fá arðsemismat á þessum þjóðgarði því þeir eru nú fáir sem geta borið sig i.e Þingvellir. Sýndu mér það svart á hvítu Kolla mín að það er hagkvæmara fyrir mig og börnin mín að hætta við að virkja og hefja þess í stað kotbúskap og ferðamannaprangur og ég skal kjósa þig í næstu kosningum. Ég er að vísu sammála þér með eitt kannske tvo hluti og það er að það þarf að fylgjast með ríkistjórn landsins og landsvirkjun svo að ekki verði hér ein spennistöð, og ég er líka sammála þér að kosningar um málið væru tilvaldar í næstu alþingiskosningum en mótrökin eru að vísu þau að þeir sem halda utan um stjórnataumana í landinu eru til þess kosnir og það var skýrt í síðustu kosningum að það átti að virkja. Vandamál þitt er hinsvegar það að þú nöldrar of mikið, (allt í lagi ef það væru mál sem snerta á pyngju minni en þetta er svo einhæft hjá þér og þú tekur eingum sönsum) Það sorglega er að ef þú værir ekki að nöldra yfir þessum máli sí og æ þá er ég viss um að flokkur þinn fengi fleirri þingmenn, því mitt atkvæði væri falt ef stefnuskráin væri ljósari og ögn peningavæddari. En það má nú búast við því að ákveðins tvískinnungs sé að gæta í þínu máli þar sem þú sast fyrir á mynd "nakin" og það kallaðirðu list en 20 árum seinna þá kallar þú svipaða hluti klám. Það er svo undarlegt hvernig þessi blómabörn sem allt og alla elskuðu og ætluðu að senda herinn til síns heima hafa breyst í sósíaldemokrat (komma) sem tíma varla að traðka á grasinu heima hjá sér af hættu á að þar eigi sér stað nátturuspjöll.
þriðjudagur, janúar 14, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli