Feministar????
Hversu margar konur þarf á þing til að tala máli kvenna? Hér á árum áður var í framboði Kvenna-listi sem dó svo drottni sínum sökum þess að konur og örfáu karlar misstu áhuga. Hafa þessar konur sem eru farnar að öskra á fleirri feminiskar konur á þing eitthvað spáð í því hvernig það á að skila sér út í þjóðfélagið. Fyrir það fyrsta þá er verið að kvarta yfir því að konur sem eru á þingi séu margar hverjar ekki nógu feminiskar. ???? ég er eitthvað að misskilja. Á þeim forsendum að kallar sem eru á þingi tala ekki máli kvenna heldur karla og eru karl(rembu)istar er þá ekki nóg að það séu konur á þingi til að taka á málefnum kvenna heldur verða þær að vera yfirlýstir feministar. Ég hef ekki orðið var við að þeir karlmenn sem eru á þingi hafi talað máli karl(rembu)ista og reynt að stuðla að því að launamunur milli karla og kvenna eigi að aukast. Ég hef ekki orðið var við að yfirlýsta stefnuskrá sem inniheldur slagorðin "konur á bak við eldavélina" (ok slæmt dæmi). En þið sjáið hvað ég á við. Á ég sem karmaður heimtingu á því að það verði fleirri karlar á þingi sem standa fyrir því að laun mín aukast óháð því hvernig launaþróun kvenna er? Þegar svo öllu er á botninn hvolft þá er ég líka feministi ég vill að konur fái sömu laun og ég og njóti sömu kjara og ég og svo framvegis. En hefur það verið skoðað hvað liggur á bak við launamun karla og kvenna. Ég vill sjá nákvæma útlistun á því hvað stendur á bak við þessar kannanir. Fjöldi vinnustunda, fjöldi yfirvinnustunda, veikindadagar, orlof og fleirra. Allt sem fær mig til að segja "já hér er óréttlæti í gangi".
Svo var það nefnt sem dæmi að konur muni tala fyrir því að tekið væri harðar á nauðgunarmálum. Er verið að saka þá þingmenn sem núna eru og hafa verið á þingi um að tala málum nauðgara???? Það vita allir að þetta mál og einnig málefni barna eru gríðarlega vandmeðfarin og sönnunarbirði þarf að vera einhver. Það er ekki nóg að segja sem þessi nauðgaði mér. Við getum ekki sem siðmentað þjóðfélag bara sagt já og amen. Það er nú þegar búið að rýmka sönnunarbirgði í þessum málum en hversu langt á að ganga. Hversu harða dóma vill fólk almennt sjá í málum sem þessum. Ég er sammála því að í svona málum á að krefjast þungra dóma en viljum við eiga það á hættu að menn fara að drepa til að komast upp með afbrot sín eins og þekkist erlendis. Þegar munurinn á því að fremja nauðgun og morð er orðinn aðeins 4 ár jafnvel minni er þá ekki hætta á því að viðkomandi afbrotamaður hreinlega ýti í burtu eina sönnunargagninu.
Áfram með feminista. Ef það vantar svona margar konur á þing af hverju eru þessir feministar ekki í framboði. Ef þeir komast ekki að í þeim flokkum sem fyrir eru hversvegna stofna þeir ekki eigin flokk? Jú vegna þess að það er ekki grundvöllu fyrir því að fara í alþingiskosningar með það eitt að leiðarljósi að ætla að tala málum kvenna. Saga Kvennalistans hlýtur að hafa kennt þeim eitthvað.
sunnudagur, janúar 19, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli