Þetta á víst að heita maraþon - hlaup. En 5 og hálfur tími flokkast víst undir eitthvað allt annað.
En búinn og nú get ég snúið mér að næstu markmiðum.
1. 21. km á undir 1 klukkutíma og 50 mín.
2. Kála dýrir sem er þyngra en ég helst af um 300 metra færi.
3. Klára Mastersgráðu einhverntíma á þessari öld.
Hvað um það. Yfir í eitthvað allt annað.
Eru starfsmenn banka ekki opinberir starfsmenn?
Hvernig voga þeir sér þá að mótmæla lögum sem vinnuveitandi þeirra hefur í hyggju að setja. Væri það ekki svipað og ég færi að segja að ný barnaverndarlög væru ótæk vegna þess að ég má ekki lengur berja barnið mitt til hlýðni.
Þetta eru lög sem stuðla að því að bankar hætti að lána eins og fávitar, því þeir hafa ekki lengur hreðjartak á skuldaranum. Veðskuldin er þá það eina sem hægt er að ná í en ekki stofufangelsi skulda það sem eftir er ævi viðkomandi.
Það verður að fara að hætta þessum sér Íslensku aðferðum við að lána, ráða, deila og drottna yfir fólkinu í landinu.
En áfram Lilja segi ég, enda ein tveggja kvenna sem vit er í inni á þessu þingi og ætti í raun að vera viðskiptaráðherra en ekki þessi f.... sem virðist ekki muna hvað hann sagði í gær um niðurfellingu skulda heimilanna.
Talandi um f....ita hvað er Siggi E að gera þessa dagana. Spurning um að fara á JCI námskeið, á eftir AA fundunum sem hann virðist nauðsynlega þurfa að fara á.
Nei nei ég var ekki fúllur, bara átti svolítið bágt með mig enda ætlaði ég sko að sýna öllum hvað ég er frábær ræðumaður, maður fólksins, maður réttlætis og umfram allt maður sem vill ekki svara erfiðum spurningum.
Hvað er að því að kalla þá ráðamenn samfélagsins sem sögðu að allt væri í himnalagi fyrir ári síðan fávita, vitleysingja, illa upplýsta hálvita sem hugsa bara um rassin á vinum vandamönnum og kannski þeim sem eiga peninga. En bara ef þeir fá að fara í einkaþotunum, og að veiða lax.
Sjálfur dauð öfunda ég þetta fólk sem selt hefur sálu sína fyrir nokkrar milljónir. Bara það eitt að hafa það í sér að setja fólk í ánauð fyrir peninga og mótmæla svo þega hið opinbera ætlar að fara að bæta fyrir það er siðblinda sem ég vildi hafa í mér.
Hvernig læt ég. Ég hefði ábyggilega gert það sama ef ég hefði verið í aðstöðu til þess hvort sem það var fyrir um 100 milljónir eða milljarða. Ég gæti alveg lifað ágætu lífi af einum milljarð. Enda upphæð sem hvorki ég, né afgangurinn af minni fjölskyldu til saman gætum þénað á okkar starfsævi.
Skál fyrir því Sigmundur E
þriðjudagur, ágúst 25, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
til hamingju hlunkur!
Skrifa ummæli