miðvikudagur, mars 30, 2005

Aumir Fréttamenn = Aumir stjórnmálamenn

Hvers vegna í ósköpunum er aldrei spurt spurninga sem við viljum fá svör við. Tvö atriði sem ég vill fá vitneskju um.

Hvernig getur sveitarfélag fullnýtt öll útsvör hjá sér, kvartað yfir peningarleysi en nokkrum mánuðum seinna boðað frýjan leikskóla eins og foristumenn í því sveitarféalgi séu hinir bestu manvinir. Þetta er eitt það furðulegasta útspil fyrir kosningar sem ég hef orðið vitni að síðan framsókn,sjálfstæðimenn, samfylking og frjálslindir keptust um að lofa hærri og hærri skattalækkun fyrir síðustu Alþingiskosningar. En í þetta skipitið eru það við, Reykvíkingar sem erum skattpíndir til að greiða fyrir loforð sem verður ekki framkvæmt fyrr en eftir kosningar.

Hverskonar endemis vitleysa er þetta? Það sem er auðvitað sorglegt er að þorri Reykvíkinga epur þetta upp eins og um stórkostlega framför sé að ræða, og kýs þetta yfir sig aftur. Alveg eins og landsmenn gerðu ekki alls fyrir löngu. Vandinn er eins á báðum stöðum, það er ekkert betra í boði. Ingibjörg Sólrún Alþingismegin tvístígandi í allar áttir eftir vindum almannróms eða Gísli Marteinn hoppandi af kæti spyrjandi, furðulega brosmildur, spurninga um vinnuferlið sem slíkt

En svo fór ég nú einnig að spá í öðru. Fyrirhugaðar lóðaframkvæmdir í Reykjavík til ársins 2024 hljóða upp á 16500 Íbúðir á 19 árum. Það þýðir í raun að það verður enn meiri skortur á húsnæði í Reykjavík en það er í dag. Núverandi þörf hljóðar upp á rúmlega 1000 íbúðir á ári, og það er skortur, sem þýðir 19000 íbúðir á 19 árum. Þetta eru núverandi stjórnendur að hrósa sig af. Þetta er eiginlega jafn vont og þegar framsókn sló fram slagorðinu 10000 ný störf fyrir 2000 sem þýddi þá að ef þeir stæðu við stefnumál sín þá yrðu fleirri atvinnulausir á íslandi heldur en það voru þegar slagorðinu var fleytt fram.

Hvernig stendur á því að stjórnmálaflokkar, fyrirtæki og fyrirmenn í þjóðfélaginu komast upp með það trekk í trekk að slá fram merkingarlausum loforðum án þess sem svo mikið sem eitt múkk heyrist, hvorki frá fjórða valdinu eða andstæðingum þeirr. Erum við það dofin að við getum ekki haldið úti rökræðum lengur af ótta við að styggja sérhagsmunahópa og einstæðar mæður?

Engin ummæli: