fimmtudagur, mars 31, 2005

Aftur og en....

Samkvæmt nýrri fréttatilkynningu þá er gert ráð fyrir því að skuldir borgarsjóðs lækki um 1264 milljónir á árunum 2005-2008. Hreinar skuldir, að frádregnum peningalegum eignum, muni nema 4,8 milljörðum króna í lok áætlunartímabilsins, eða 166 þúsund krónum á íbúa og hafi lækkað um 9%.

Ha....hvað er það þá þá mikið sem borgarsjóður skuldar, ekki heildarskuldir samstæðunnar.
Aha samkvæmt hagstofunni eru í
Reykjavík
Karlar 55.932
Konur 57.798

Hver og einn einasti skuldar sem sagt í dag 166000* 1,09 kr hvað gerir það mikið = 113730*180940= 20.578.306.200 eða 20 (milljarða)578 (milljónir) 306 þúsund krónur. Ég bendi á að heildar eignir á móti heildarskuldum eru í dag í mínus upp á 6 milljarða samkvæmt þessari niðurstöðu.

Vel gert Ingibjörg Sólrún Gísladóttir...Vel gert. Það er þá bara vonandi að íslenska þjóðin sjái sóma sinn í að gera þig að Forsætisráðherra í næstu kosningum svo þú getir nú toppað þetta. 1,16 milljarðar skuldaaukning á ári í mesta góðæri íslandssögunnar....það er að segja ef við gerum ráð fyrir því að þær sögusagnir séu sannar að heildar skuldir borgarinnar hafi verið 6 milljarða þegar Dabbi fór.....orðrómur sem hefur ekki fengist staðfestur vegna þess að sjálfstæðismenn vilja meina að heildarskuldir samstæðunnar hafi verið 6 milljarða þegar þeir fóru frá völdum, ekki bara borgarsjóðs.

Ein spurning HVAÐ SKULDAR ÞÁ BORGIN + FYRIRTÆKI Í HENNAR EIGU?

Hvernig ætla þeir svo að skrá sölu hlutar borgarinna í Landsvirkjun. Eignarhluturinn hlýtur að vera skráður á samsteipureikning en ekki reikning borgarsjóðs...Þá vænti ég þess að allur sá hangaður renni á undarlegan hátt úr samsteipureikningnum (svokallaða) í borgarsjóð, ekki veitti af miðað við fjárhagsstöðuna.

miðvikudagur, mars 30, 2005

Aumir Fréttamenn = Aumir stjórnmálamenn

Hvers vegna í ósköpunum er aldrei spurt spurninga sem við viljum fá svör við. Tvö atriði sem ég vill fá vitneskju um.

Hvernig getur sveitarfélag fullnýtt öll útsvör hjá sér, kvartað yfir peningarleysi en nokkrum mánuðum seinna boðað frýjan leikskóla eins og foristumenn í því sveitarféalgi séu hinir bestu manvinir. Þetta er eitt það furðulegasta útspil fyrir kosningar sem ég hef orðið vitni að síðan framsókn,sjálfstæðimenn, samfylking og frjálslindir keptust um að lofa hærri og hærri skattalækkun fyrir síðustu Alþingiskosningar. En í þetta skipitið eru það við, Reykvíkingar sem erum skattpíndir til að greiða fyrir loforð sem verður ekki framkvæmt fyrr en eftir kosningar.

Hverskonar endemis vitleysa er þetta? Það sem er auðvitað sorglegt er að þorri Reykvíkinga epur þetta upp eins og um stórkostlega framför sé að ræða, og kýs þetta yfir sig aftur. Alveg eins og landsmenn gerðu ekki alls fyrir löngu. Vandinn er eins á báðum stöðum, það er ekkert betra í boði. Ingibjörg Sólrún Alþingismegin tvístígandi í allar áttir eftir vindum almannróms eða Gísli Marteinn hoppandi af kæti spyrjandi, furðulega brosmildur, spurninga um vinnuferlið sem slíkt

En svo fór ég nú einnig að spá í öðru. Fyrirhugaðar lóðaframkvæmdir í Reykjavík til ársins 2024 hljóða upp á 16500 Íbúðir á 19 árum. Það þýðir í raun að það verður enn meiri skortur á húsnæði í Reykjavík en það er í dag. Núverandi þörf hljóðar upp á rúmlega 1000 íbúðir á ári, og það er skortur, sem þýðir 19000 íbúðir á 19 árum. Þetta eru núverandi stjórnendur að hrósa sig af. Þetta er eiginlega jafn vont og þegar framsókn sló fram slagorðinu 10000 ný störf fyrir 2000 sem þýddi þá að ef þeir stæðu við stefnumál sín þá yrðu fleirri atvinnulausir á íslandi heldur en það voru þegar slagorðinu var fleytt fram.

Hvernig stendur á því að stjórnmálaflokkar, fyrirtæki og fyrirmenn í þjóðfélaginu komast upp með það trekk í trekk að slá fram merkingarlausum loforðum án þess sem svo mikið sem eitt múkk heyrist, hvorki frá fjórða valdinu eða andstæðingum þeirr. Erum við það dofin að við getum ekki haldið úti rökræðum lengur af ótta við að styggja sérhagsmunahópa og einstæðar mæður?

Aumir Fréttamenn = Aumir stjórnmálamenn

Hvers vegna í ósköpunum er aldrei spurt spurninga sem við viljum fá svör við. Tvö atriði sem ég vill fá vitneskju um.

Hvernig getur sveitarfélag fullnýtt öll útsvör hjá sér, kvartað yfir peningarleysi en nokkrum mánuðum seinna boðað frýjan leikskóla eins og foristumenn í því sveitarféalgi séu hinir bestu manvinir. Þetta er eitt það furðulegasta útspil fyrir kosningar sem ég hef orðið vitni að síðan framsókn,sjálfstæðimenn, samfylking og frjálslindir keptust um að lofa hærri og hærri skattalækkun fyrir síðustu Alþingiskosningar. En í þetta skipitið eru það við, Reykvíkingar sem erum skattpíndir til að greiða fyrir loforð sem verður ekki framkvæmt fyrr en eftir kosningar.

Hverskonar endemis vitleysa er þetta? Það sem er auðvitað sorglegt er að þorri Reykvíkinga epur þetta upp eins og um stórkostlega framför sé að ræða, og kýs þetta yfir sig aftur. Alveg eins og landsmenn gerðu ekki alls fyrir löngu. Vandinn er eins á báðum stöðum, það er ekkert betra í boði. Ingibjörg Sólrún Alþingismegin tvístígandi í allar áttir eftir vindum almannróms eða Gísli Marteinn hoppandi af kæti spyrjandi, furðulega brosmildur, spurninga um vinnuferlið sem slíkt

En svo fór ég nú einnig að spá í öðru. Fyrirhugaðar lóðaframkvæmdir í Reykjavík til ársins 2024 hljóða upp á 16500 Íbúðir á 19 árum. Það þýðir í raun að það verður enn meiri skortur á húsnæði í Reykjavík en það er í dag. Núverandi þörf hljóðar upp á rúmlega 1000 íbúðir á ári, og það er skortur, sem þýðir 19000 íbúðir á 19 árum. Þetta eru núverandi stjórnendur að hrósa sig af. Þetta er eiginlega jafn vont og þegar framsókn sló fram slagorðinu 10000 ný störf fyrir 2000 sem þýddi þá að ef þeir stæðu við stefnumál sín þá yrðu fleirri atvinnulausir á íslandi heldur en það voru þegar slagorðinu var fleytt fram.

Hvernig stendur á því að stjórnmálaflokkar, fyrirtæki og fyrirmenn í þjóðfélaginu komast upp með það trekk í trekk að slá fram merkingarlausum loforðum án þess sem svo mikið sem eitt múkk heyrist, hvorki frá fjórða valdinu eða andstæðingum þeirr. Erum við það dofin að við getum ekki haldið úti rökræðum lengur af ótta við að styggja sérhagsmunahópa og einstæðar mæður?

miðvikudagur, mars 16, 2005

Frítt í strætó....núna

Allt sem við gerum í dag þarf að gerast núna. Ég man til að mynda eftir því þegar síminn heima hjá mér var tengdur í vegg og það var ekki hægt fyrir sitt litla líf að færa sig nema um svona eins og einn metra á meðan maður talaði í hann. Ég komst af þá, lífið var ekkert erfitt, ég gerði bara plön fram í tímann. Hringdi áður en ég lagði af stað og lét fólk vita hvert ég var að fara.

Hversvegna í ósköpunum lifum við lífi okkar eins og því sé að ljúka á næstu sekúndu. Við tökum símann með okkur hvert sem við förum, eigum tvo til þrjá bíla hvert heimili og erum öll nettengd svo við missum nú ekki af fréttum í L.A.

Einfaldasta útskýringin á þessu er, þótt ótrúlegt megi virðast leti. Við hreinlega nennum ekki að plana aðeins fram í tímann, bíða eftir strætó sem kemur, eða réttarasagt kemur ekki á ákveðnum tímu. Við viljum fara út, fara þangað sem við ætluðum að fara og koma svo aftur heim, án þess að standa í eina mínútu úti í þessu veðri.

Mér lék forvitni á að vita hvort ekki væri hægt að sannreyna þessa kenningu mína. Þannig að ég ákvað að skoða þetta í sögulegu samhengi, ég varð mér út um gögn, sem að ná til 1992 og gefa vísbendingu um hvernig þróunin hefur verið í gegnum tíðina. Þar til við komum að því sem er kallað tæknibyltingu nútímans, internet og farsímar í guðalíki. Það sem ég var að leita að var vísbending um hvort það væri verðlag, stöðumælaverð, eða fjöldi ferða sem hefði áhrif á fjölda þeirra sem nýta sér strætó. Niðurstaðan var í reynd sláandi, ekki bara fyrir sjálfa útkomu könnunarinnar heldur sú staðreynd að strætóferðum hefur fækkað frá árinu 1967 úr 1200 niður í 955 árið 1992. og það þrátt fyrir að um verulega fólksfjögun hafi átt sér stað á umræddum tíma. Sem sagt, þjónustan fór versnandi.

Niðurstaða könnunarinnar var á þá leið að fylgnin var á milli fjölda ferða og fjölda þeirra sem ferðuðust með strætó. Hvað lærum við á því. Við lærum ekki neitt, en mögulega geta forsvarsmenn strætó tekið þetta til sín og breytt því leiðarkerfi sem 5 sinnum á undanförnum 10 árum hefur verið breytt til hins verr. Gefum okkur það að ferðum væri fjölgað, þannig að strætó væri á 5 mínútna fresti á álagstímum og 15 mínútna fresti á dauðutímunum, eins og gerist í flestum stórborgum. Má gera ráð fyrir að notkun strætó myndi stóraukast. Ég tala nú ekki um ef við myndum koma okkar framtíðarnáttúruvæðingu í verk og hreinlega hafa frítt í strætó svo að fólk hreinlega neyddist til að taka þá. Þá fyrst værum við að tala saman í annríki og amstri dagsins.

Það er mat mitt að með einföldum aðgerðum og rúmlega 3 milljörðum frá ríki og sveit á ári er hægt að gera Reykjavík að raunverulegri náttúruparadís án þess að allt sé krökt í bílum og óskapnaði. Hafðu það í huga að í dag kostar leiðarkerfi 2,4 milljarða og almenningur (fátækir, ég sé allavega ekki Jón Ásgeir fyrir mér í strætó) borgar tæpan helming með svokölluðum strætómiðum. Því í ósköpunum ekki að skella þessu öllu í fjárlög og um leið fækka ökutækjum í borg sem yfir hundrað sinnum á síðasta ári mældist yfir meingunarmörkum. Hjálpum þeim lötu og björgum um leið höfuðborginni.