mánudagur, október 05, 2009

Sameining sveitarfélaga "Höfuðborgarsvæðið"

Í allri þessari umræðu um bólgu, vegna fasteignabólu, bankamannasukks og eyðslufyllerís landans er ekki úr vegi að minnast aðeins á fasteignagjöld.

Vegna þess að einhver snillingur keypti sér 180 fm íbúð á túngötu á um 110 milljónir stuttu fyrir bankahrun þá þurfa núna flestir íbúar þeirrar götu að greiða sem svarar 400-500 þúsund krónur í fasteignagjöld á ári. Auðvitað eiga þeir "flestir" sem búa á Túngötunni einhverja peningar en er þetta ekki eitthvað sem flokkast undir óhóflega skattlagningu á fasteignaeigendur.

Það verður víst seint leiðrétt þessi vitleysa en þetta eru 40 til 50 þúsund krónur á mánuði. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eru í óða önn að búa sig undir skellinn sem þau fá vegna lægra útsvars. Nýbúinn að fá á sig nokkra milljarða vegna lóðasukks, þannig að ekki er víst að þetta breytist á næstunni. En hvernig stendur á því, þegar öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru á hausnum að umræðan um sameiningar snúast fyrst og fremst um jaðarsvæði.

Ef tillögur ráðherra verða að veruleika mun verða til eitt sveitarfélaga á ströndum sem nær frá brú að bjarnarfirði. En það eru um 140 km á milli þessara staða. Í samhengi þá er það svipað og sameina Garð og Akranes. Hverjum léti slíkt koma sér til hugar.

Hvers vegna má ekki sameina þessi sveitarfélög sem eru í "Reykjavík". Hafnarfjörður er á hausnum og sömu sögu má segja um Mosó, Garðabæ og Kópavog. Hvað er að því að sameina þessi sveitarfélög sem enginn veit hvort eð er hvar byrja eða enda. En einhverjum datt í hug sú della að halda því fram að rekstareiningar með 25000 íbúum væri skilvirkast.

Það er einmitt vegna þess að hér hafa sveitarfélög verið að keppast um þær örfáu hræður sem geta keypt í þessu landi að þau eru á hausnum. Í stað þess að útbúa áætlun í samræmi við væntanlegar þarfir þá var ráðist í hverja vitleysuna á fætur annarri. Sjálfur "blautur á bak við eyrun" reiknaði ég það út árið 2007 að allar þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar voru hjá RVK, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosó bara það árið nægjanlegar til að fylla upp í íbúðaþörf Íslendingar til ársins 2012. En svo gleymist að bæði Keflavík, Akranes, Sandgerði, Garður, Vogar, Grindavík, Borgarnes, Þorlákshöfn, Selfoss og Hveragerði stóðu í miklum fyrirhuguðum framkvæmdum.

Auk þess þá áttu sér stað miklar framkvæmdir Austur á héraði og á Akureyir. Nægjanlega mikið var byggt á árunum 2005 - 2008 til að mæta mögulegri þörf alls landsins til ársins 2025, miðað við hóflega fjölgun íbúa.
Þess fyrir utan voru byggðir hér á landi sumarbústaðir sem nægðu vaxandi eftirspurn 40 ár fram í tímann.

En auðvitað á að hafa þetta allt saman í einni hringavitleysu á suðurlandi eða örfáum byggðarkjörnum á því sem kallað er landsbyggðinni. Það má ekki til þess að hugsa að halda í byggðirnar úti á landi. Þrátt fyrir að hver íbúi í Bolungarvík eða á Ólafsfirði skili þjóðarbúinu margfallt fleirri krónum til þjóðarbúsins heldur en meðal íbúi á Höfuðborgarsvæðinu.

Það er ekki hægt að halda landsbyggðinni úti nema með styrkjum, nöldra þeir sem búa í stóru byggðarkjörnum. En gleyma um leið að hlutfallslega fá landsbyggðarmenn mun færri krónur heldur en höfuðborgarsvæðið nokkurn tíma. Menn gleyma því ansi fljótt þegar þeir tala um vegaúrbætur sem lansbyggðarstyrk að bæði fólkið í þéttbýliskjörnum og túrhestar nota þessa vegi.

Hvað um það. Ég vill fá útreiknaðan þjóðhagslegan ávinning þess að sameina höfuborgarsvæðið í eitt sveitarfélag. Það hlýtur að vera margfalt á við að sameina örfá sveitarfélög úti á landi.

Engin ummæli: