Þú hefur of mikinn tíma á þinni könnu ef þú ert að lesa um mig. En fyrst þú leggur út í eyðimörk huga míns þá get ég upplýst þig um það að ég er sex fet. Okey kanski bara fimm og ellefu en mér líður eins og ég se sex fet. Ég trúi því að starfsetning sé mælikvarði á gáfur og tel mig því afar vitlausan einstakling. Ég hef enn vitlausari hugmyndir um lífið og tilveruna og vonast auðvitað til þess að allir jarðarbúar lesi þetta blogg. En þegar ég hugsa aðeins nánar út í það þá átta ég mig á því að auðvitað eru ekki nema um tveir milljarður manna sem hefur aðgang að tölvu. Ég verð því að sætta mig við það að mikill meirihluti mannkins mun ekki geta tilbeðið mig. En það hlýtur að fréttast hvað ég er frábær, sjáið bara Jesú og hann átti ekki einu sinni Apple.
1 ummæli:
Afturbekkur í Benz jeppa?
Ég á einmitt nokkra svona, hvaða lit viltu helst?
Skrifa ummæli