Djöfull er vont að vera vitlaus. Hljóp í fyrsta skiptið með garminn, úti hann virkar ekki innandyra. Allan tímann var ég að velta því fyrir mér af hverju í ósköpunum ég væri að hlaupa svona hægt. 8 mínútur með km að meðaltali. Reyndi eftir fremstu getu að hlaupa á sama tíma og ég hleyp á brettinu. En djöfull varð það ekki hægt. Þegar ég kom svo heim eftir það sem ég vissi að voru 10 km þá sýndi tækið 6,3 mi....sem auðvitað stendur fyrir miles. Ég hafði sem sagt reynt að hlaupa 1 km á 3,5 þegar ég hljóp hvað hraðast, auðvitað sprakk ég á þeim hraða en ég hafði herlegheitin á 55 mínútum....sem hefði auðvitað verið miklu betra ef ég hefði ekki gert þessi klassísku NASA mistök.
skelfilegt......en samt gott að það var ekki ég sem var í svona lélegu formi
laugardagur, apríl 04, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
líkaminn að komast í form en heilinn greinilega að slappast...
Skrifa ummæli