fimmtudagur, júlí 14, 2005

Hvað er að því að ráða þann sem maður vill?

En til þess að svara spurningunni hlýtur maður að spyrja sjálfan sig er maður virkilega tilbúinn að vinna með einvherjum sem á pappírum er frábær til þess að gegna því starf sem maður er að leita aðstoðar við?

Á ég að treysta CV-i og þá um leið starfsreynslu, sem skiptir svo miklu máli þegar verið er að ráða í stöður. Á ég að horfa í skýrteinin? Hvernig ætti ég nú að horfa á þau, einkunn (auðvitað), tegund menntunar (skiptir svo sem ekki máli svo lengi sem það tengist starfinu)

Það sem skiptir mig máli er hvernig er að vinna með viðkomandi einstakling.

Hvernig í ósköpunum kemst ég að því hverskonar einstaklingur er að sækja um hjá mér. Ef hann er svona æðislegur af hverju er hann atvinnulaus? Efhann er ekki atvinnulaus af hverju er vinnuveitandinn tilbúinn að missa hann? Er hann einn af þeim sem er alltaf að skipta um starfsvetfang?

Ég geri mér auðvitað fulla grein fyrir því að það eru forrétindi að vinna hjá mér en það er smá grunur sem læðist að mér.

Ég ræð því einhvern sem ég þekki, enda hefur það gefið vel af sér.
Fjórir af mínum nánustu samverkamönnum í dag útskrifuðust með mér á sínum tíma og ekki hafa þeir skapað mér vandræði. Svo er ég nýbúinn að ráða þann fimmta til starfa hérna hjá mér, það getur varla klikkað.

Auðvitað er það í þágu vinnustaðar míns að ég hafi hæft starfsfólk sem ég get unnið með. Faglega séð er það ábyrgðaleysi af minni hálfu að ráða hingað inn einhvern sem er alltaf að nöldra um hluti eins og faglega stjórnun, akademísk vinnubrögð, óflokksbundin tengsl o.sv.frv. vinnustaðarins og þá ímynd sem vinnustaðurinn er að fá.

Svona á þetta að vera og svona verður þetta. Davíð gerir þetta, Ingibjörg gerir þetta, það barasta allir gera þetta og því ætla ég að ráða þann sem ég vill. Hver nennir svo sem að vinna með einhverjum sem veit betur en maður sjálfur.

2 ummæli:

Erla sagði...

hvenær á ég að byrja?

Nafnlaus sagði...

Keeping in touch with the constituency online
Blogging is a bipartisan event in this very partisan town. According to a 2005 report by the Pew Internet and American Life Project, out of the approximately 120 million adult Internet users in the United ...
Hey, you have a great blog here! I'm definitely going to bookmark you!

I have a programy site/blog. It pretty much covers programy related stuff.

Come and check it out if you get time :-)