Ef ég stel disk í búð þá á ég von á allt að 6 mánaða fangelsi ef ég hef hníf um hönd þá á ég von á allt að 8 ára fangelsi. En ef ég stel 50 milljörðum af íslenskum heimilum á ég von á sekt. Ef ég neyði íslendinga til að borga hærri lögbundin iðgjöld (sem er fásinna að sé hagnaður af) svo ég geti fjárfest í öðrum einokunarfyrirtækjum þá fæ ég skammir frá yfirvaldinu lítið meira. Ef ég aftur á móti hef stuðlað að mestu kjarabótum sem þetta þjóðfélag hefur fengið fyrr og síðar þá sæti ég endalausri skoðun stjórnvalda og stanslausri ádeilu. Í stað þess að ráðast á þá sem virkilega eru að nauðga íslensku þjóðfélagi er ráðist með öllum tiltækum ráðum á, ég segi ekki alsaklausa einstaklinga en þeir hafa allavega gert minna af sér en olíurisarnir, tryggingafélögin, mjólkursamlagið, eimskip, flugleiðir og bílaumboð hafa gert í gegnum árin. Já það er tilviljun að það kostar meira að flytja bíl frá evrópu til íslands heldur en að fara með bíl frá bandaríkjunum til evrópu og fara svo með norrænu heim. Það er einmitt algjör tilviljun að bensínlítri kostar það sama hjá öllum olíufélögunum. Það er bara fyrra í mér að um leið og GO og Express komu á markaðinn lækkaði flugleiðir verð á flugleiðum sínum bara á þeim leiðum sem fyrrgreind fyrirtæki voru að fljúga á. Auðvitað hef ég rangt fyrir mér þegar ég held því fram að bílatryggingar hér á landi séu 1. of háar 2. jafn kostnaðarsamar hjá öllum umboðum og 3. hafi ekki þurft að hækka um 100% frá árinu 1994 hvað veit ég svo sem um vandamál við að eiga og rek stórhýsi út um allan bæ. Það er auðvitað alger nauðsyn fyrir þessi fyrirtæki öll saman að reisa sér litla pýramída út um allt land.
miðvikudagur, ágúst 06, 2003
Ef ég stel disk í búð þá á ég von á allt að 6 mánaða fangelsi ef ég hef hníf um hönd þá á ég von á allt að 8 ára fangelsi. En ef ég stel 50 milljörðum af íslenskum heimilum á ég von á sekt. Ef ég neyði íslendinga til að borga hærri lögbundin iðgjöld (sem er fásinna að sé hagnaður af) svo ég geti fjárfest í öðrum einokunarfyrirtækjum þá fæ ég skammir frá yfirvaldinu lítið meira. Ef ég aftur á móti hef stuðlað að mestu kjarabótum sem þetta þjóðfélag hefur fengið fyrr og síðar þá sæti ég endalausri skoðun stjórnvalda og stanslausri ádeilu. Í stað þess að ráðast á þá sem virkilega eru að nauðga íslensku þjóðfélagi er ráðist með öllum tiltækum ráðum á, ég segi ekki alsaklausa einstaklinga en þeir hafa allavega gert minna af sér en olíurisarnir, tryggingafélögin, mjólkursamlagið, eimskip, flugleiðir og bílaumboð hafa gert í gegnum árin. Já það er tilviljun að það kostar meira að flytja bíl frá evrópu til íslands heldur en að fara með bíl frá bandaríkjunum til evrópu og fara svo með norrænu heim. Það er einmitt algjör tilviljun að bensínlítri kostar það sama hjá öllum olíufélögunum. Það er bara fyrra í mér að um leið og GO og Express komu á markaðinn lækkaði flugleiðir verð á flugleiðum sínum bara á þeim leiðum sem fyrrgreind fyrirtæki voru að fljúga á. Auðvitað hef ég rangt fyrir mér þegar ég held því fram að bílatryggingar hér á landi séu 1. of háar 2. jafn kostnaðarsamar hjá öllum umboðum og 3. hafi ekki þurft að hækka um 100% frá árinu 1994 hvað veit ég svo sem um vandamál við að eiga og rek stórhýsi út um allan bæ. Það er auðvitað alger nauðsyn fyrir þessi fyrirtæki öll saman að reisa sér litla pýramída út um allt land.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli