skip to main |
skip to sidebar
Jón Sigurðsson stendur fyrir framan mig í klæddur klæðnaði sem mínir forfeður, að minnsta kosti, höfðu ekki efni á, ekki veit ég með annarra. Hvernig getur maður sem steig vart fæti hér á land verið jafn hátt skrifaður og hann er. Hann bað aðeins um sjálfstæði íslands hann er ekki stofnandi hann er ekki læknir þeirra galla sem voru og eru á okkar þjóðfélagi. En í dag skiptir það meira máli hvern þú þekkir heldur en hvað þú hefur lært og gert um ævina. Hverju eigum við honum að þakka jú í stað þess að hér sé ókeypis skólagana í boði danskra yfirvalda höfum við lín og alla fásinnuna á bak við það batterí. Í stað þess að lágmarkslaun í landinu séu 150.000 krónur og allir þeir sem eiga um sárt að binda fái til þess gerða fulla aðstoð erum við á leið bandaríkjamanna þar sem níðingsskapur og arðrán er ofar öllum hugsunum. Ég er til að mynda nokkuð viss um að þú vitir ekki þá staðreynd að ef atvinnulaus einstæð móðir fær fullar atvinnubætur þá þarf hún að borga tekjuskatt, hún fær ekki þá styrki sem mæður með minni tekju fá ef það er hægt að fá minni tekjur en fullar atvinnuleysis bætur. En jú og ekki nóg með það þetta svokallaða almannatryggingakerfi sem á að veita mér og öllum öðrum læknisþjónustu jamm maður verður að liggja dag svo hún sé ókeypis sem sagt ef ég fæ aðhlynningu, myndatöku og útskrif sama dag þá þarf ég að borga fyrir allt en ef ég þarf að leggjast á rúmmið í sólahring þá er allt frítt. Hverjum datt eiginlega þessi vitleysa í hug ég held að viðkomandi ætti að hugsa aðeins meira um þá niðurgreiðslu sem á sér stað á geðlyfjum sem kostar þjóðfélagið milljarð árlega. Við erum að greiða niður gleðipillur húsmæðranna og það er í lagi en að borga lækniskostnað undir alla svo ég tali nú ekki um tannlæknakostnað það getur beðið. Svo ég vitni nú í friðarsinnan og mannvininn “helvítis fasistaríki”.
Ef ég stel disk í búð þá á ég von á allt að 6 mánaða fangelsi ef ég hef hníf um hönd þá á ég von á allt að 8 ára fangelsi. En ef ég stel 50 milljörðum af íslenskum heimilum á ég von á sekt. Ef ég neyði íslendinga til að borga hærri lögbundin iðgjöld (sem er fásinna að sé hagnaður af) svo ég geti fjárfest í öðrum einokunarfyrirtækjum þá fæ ég skammir frá yfirvaldinu lítið meira. Ef ég aftur á móti hef stuðlað að mestu kjarabótum sem þetta þjóðfélag hefur fengið fyrr og síðar þá sæti ég endalausri skoðun stjórnvalda og stanslausri ádeilu. Í stað þess að ráðast á þá sem virkilega eru að nauðga íslensku þjóðfélagi er ráðist með öllum tiltækum ráðum á, ég segi ekki alsaklausa einstaklinga en þeir hafa allavega gert minna af sér en olíurisarnir, tryggingafélögin, mjólkursamlagið, eimskip, flugleiðir og bílaumboð hafa gert í gegnum árin. Já það er tilviljun að það kostar meira að flytja bíl frá evrópu til íslands heldur en að fara með bíl frá bandaríkjunum til evrópu og fara svo með norrænu heim. Það er einmitt algjör tilviljun að bensínlítri kostar það sama hjá öllum olíufélögunum. Það er bara fyrra í mér að um leið og GO og Express komu á markaðinn lækkaði flugleiðir verð á flugleiðum sínum bara á þeim leiðum sem fyrrgreind fyrirtæki voru að fljúga á. Auðvitað hef ég rangt fyrir mér þegar ég held því fram að bílatryggingar hér á landi séu 1. of háar 2. jafn kostnaðarsamar hjá öllum umboðum og 3. hafi ekki þurft að hækka um 100% frá árinu 1994 hvað veit ég svo sem um vandamál við að eiga og rek stórhýsi út um allan bæ. Það er auðvitað alger nauðsyn fyrir þessi fyrirtæki öll saman að reisa sér litla pýramída út um allt land.