Hækkun skatta leiðir til þess að
1. fólk eyðir minna
2. fólk vinnur minna
sem leiðir svo til þess að Ríkissjóður fær minna.
En fyrst við erum að hækka álögur af hverju er þá ekki 52% skattur á þá sem eru með yfir 1.000.000 á mánuði. Þessi 3% þjóðarinnar sem verið er að vernda í dag má alveg við því að borga enn meira en allir aðrir. Enda borgar ekkert okkar raunverulega fulla skatta http://hjalli.com/2009/02/04/raunverulegt-skatthlutfall/
Fyrir þá sem vilja hugsa um hvað er hægt að gera þá bendi ég á http://datamarket.net/is/thjonusta/gagnagraejur/daemi/fjarlog/
En hið opinbera má vel við því að fara í megrun.
Þeir sem borga skatta í þessu landi eru fyrst og fremst "millistétt" fólk með 300 - 550 þúsund á mánuði þetta er um 60% launafólks og þetta fólk er það sem lendir í mestum álögum vegna aðgerðar ríkisstjórnar, enda er þetta mjólkurkúin sem alltaf er látin borga. Meirihluti þessa hóps eru háskólamenntaðir einstaklingar.
Til að benda á óréttlætið í þessu öllu saman, þá er hér lítið dæmi. Námsmaður fer í 5 ára nám. Lítil laun bara námslán (nám er vinna). Segjum að hann skuldi 5 milljónir eftir þessi 5 ár. Sá sem valdi að vinna er þá 5 milljónir í plús gagnvart þessum einstakling. Meðalmaður sem fór í háskólanám nær ekki að brúa þetta bil á sinni starfsævi. Meirihluti háskólamenntaðra er nefninlega ekki með 500 þúsund á mánuði.
Ég skal taka á mig auknar álögur, en fyrst verður þó að taka tillit til þess hvað ég hef efni á að borga.
fimmtudagur, nóvember 12, 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)