And now for something compleatly diffrent. Í allri þessari umræðu um "Blah,Bheh,Bluh,Blíh" fjölmiðlafrumvarp hefur einhvernveginn algerlega verið slökkt á fréttum af lífinu, veröldinni (fyrir utan Írak) og því sem MIG langar að fá að vita meira um. Hvað var þetta með vetni á Stöð 2, núna á eftir 3 þúsundustu umræðunni um þenna djéskotans blaðsnepil.
Ég kveikti á sjónvarpinu. Flakkaði á milli í þeirri von að missa af þessum 5 til 10 mín sem fara í þessa vitleysu. Datt svo inn í miðja umræðu um vetni, sem svo þáttastjórnendur sýndu lítinn áhuga.
Mér þótti þetta mjög forvitnilegt og það er það sem fréttatími á að snúast um að fræða almenning en ekki að tyggja oní hann úreltar skoðanir akfeitra blómabarna. Að hugsa til þess að þau 13 þúsund megavött sem koma til með að fást úr stærstu virkjun jarðar duga ekki einu sinni til að uppfylla orkuþörf Kína nema að littlu leiti. Reiknað er með 600 þúsund megavatta aukningu á næstu 20 árum bara í Kína. Annað sem mér þótti enn merkilegra er að það sólarljós sem fellur á þurr svæði jarðar er nóg til að lýsa upp alla jörðina í dag 30 sinnum og það er með þeim búnaði sem til er í dag.
Hvernig væri nú aðeins að fara út í umræðu sem skiptir okkur kanski meira máli en þetta fjölmiðlafrumvarp, Írakstríðið (því það hlýtur að vera jafn merkilegt og Afganistan), Forsetakosningar í Bandaríkjum eða annað sem þessi öxulveldi eru að gera dags daglega.
Hvernig væri að fjalla aðeins nánar um að ríkistjórnin er búin að eyða 55 milljörðum umfram á undanförnum 5 árum (í hvað fóru þessir peningar?) Eða kanna það aðeins nánar hvað það er sem Reykjavíkurborg (og fyrirtæki hennar) var að eyða peningum í síðastliðin 12 ár með þeim afleiðingum að hún skuldar nú hátt í 100 milljarða.
Ég man þegar menn töluðu um gúrkutíð í fréttum. Sjálfum fanst mér þetta skemmtilegasta tíðin því þá fékk maður að sjá lömbin í haga, fréttir af slætti og veðráttu, viðtöl við heimasætur og heimalinga ásamt öllu því sem gerir okkur jú að íslendingum. Tölum aðeins meira um það sem er að gerast hér á landi og þá ekki bara um það sem miður fer. Ég minni á að ef við skoðum vinsælasta sjónvarpsefni allra tíma hér á landi þá eru það ekki fréttir af alþingismálum heldur Hemmi Gunn, Spaugstofan, Stiklur og fleirri mis gáfulegir en um fram allt skemmtilegir þættir
miðvikudagur, júlí 14, 2004
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)