mánudagur, september 01, 2003
Eins og sveitungur einn segir nokkuð oft "frinking" skólinn er byrjaður. Auðvitað er þá kjörinn tími til að hefja áróður gegn arðræningjunum, raunverulega íhaldinu og samfylkingunni. Auðvitað er bylting á næsta leiti. Þú gerir þér kanski ekki grein fyrir því en hún á eftir að læðast að þér eins og gráloðin grútskítug grindhoruð grásleppa íklædd dragt með afmynduðu brosi út að eyrum. Hún er auðvitað boðberi nýrra tíma, nýrra stjórnarhátta og óháð allri spillingu. Undarlegt að vera boðberi nýrra tíma en geta ekki hrundið af stað "byltingu" öðru vísi en með aðstoð annarra hvorra þeirra stjórnmálaafla sem núna ráða öllu með fitugum puttum, plottandi, stelandi og spillandi æsku landsins með undarlegum hugsunum eins og "frelsi í viðskiptum", "einkavæðingu", "lækkun skulda" og síðast en ekki síst "skattalækkunum". Við viljum byltingu, við viljum breytingu á landinu. Allt á að vera dásamlegt og hún á eftir að breyta öllu skítt með kostnað. Núna er byltingin í endurmentun. Auðvitað þurfa byltingar að endurmentast, skoða þarf ísland og aðild að evrópusambandi. Því byltingin er boðberi nýrra tíma í Evrópubandalaginu. Það er í sjálfu sér bylting, en þarf ekki að spyrja hvort ekki sé verið að fara í átt til miðstýringar og sósíalískra hugsunarhátta ef við ætlum endanlega að láta af sérstöðu landsins fyrir "Byltinguna". Ég hélt að nýkomminn væri skynsamari en það. Ef við viljum að allir séu jafnir og göngum inn í Evrópubandalagið erum við þá ekki að draga úr lífsgæðum hér á landi. Þurfum við ekki að greiða miklu meira til dæmis til að byggja upp pólverja. Við erum nú með lægstu meðaltekjur í skandinavíu viljum við að þær standi í stað til að aðrir nái okkur. Göfug hugsun Bylting en ég er ekki vissum að mörg atkvæði falli þér í lið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)